fbpx

NÝTT ÍSLENSKT HÚÐVÖRUMERKI Á MARKAÐ: CHITOCARE

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við ChitoCare. 

Fyrir nokkrum vikum var ég svo heppin að fá húðvörur frá merkinu ChitoCare í gjöf frá Maí. ChitoCare er íslenskt húðvörumerki sem inniheldur lífvirka efnið kítósan í öllum vörum línunnar. Kítósan er eitt af undrum hafsins en efnið samanstendur af náttúrulegum trefjum og einkennist af ótrúlegum eiginleikum. Kítósan ver húðina með því að mynda ósýnilega filmu, dregur úr roða og er dásamlegur rakagjafi. ChitoCare er hágæða vörulína sem hentar öllum húðtýpum og eru vörurnar einstaklega góð vörn ásamt því að vera græðandi. Einnig eru vörurnar stútfullar af andoxunarefnum sem dregur úr öldrun húðarinnar.

Fyrirtækið Primex er eigandi ChitoCare en þau hafa verið að framleiða kítósan á Siglufirði síðan 1999. Fyrirtækið hefur verið að selja kítósan til margra erlendra fyrirtækja, þ. á m. til Now Foods. Þau ákváðu fyrir nokkrum árum að færa sig yfir í neytendavörur og þróuðu því þrjár línur: ChitoCare medical, ChitoCare beauty og LipoSan. Mér finnst það ótrúlega áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með svona flottum íslenskum fyrirtækjum og þá sérstaklega með þeim sem eru að koma með nýjungar á markað. Framleiðsla Primex er vottuð nattúruleg og veldur kítósan ekki ofnæmisviðbrögðum.

Vörulínan í heild sinni. Líkamsskrúbbur, andlitskrem, líkamskrem, handáburður og serum maski. 

Líkamsskrúbbur
Mýkir og hreinsar húðina ásamt því að fjarlægja dauðar húðfrumur. Skrúbburinn vinnur gegn appelsínuhúð og hefur kælandi áhrif á húðina. Líkamsskrúbburinn var tilnefndur til “Best New Body Product” á Pure Beauty Global Awards 2019.

Andlitskrem
Andlitskrem sem er hægt að nota sem bæði dag- og næturkrem. Kremið inniheldur SPF 15 sólarvörn og andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaðlegum geislum. Kremið er einstaklega létt og er fullkomið að blanda því við ljómadropa frá NIOD eins og ég deildi með ykkur hér. Andlitskremið frá ChitoCare er tilnefnt til “Best New Skin Product” á Beauty Global Awards 2020.

Handáburður
Handáburður sem myndar filmu á húðina og ver hendurnar ásamt því að draga úr bakteríumengun. Kremið er öflugur rakagjafi sem er fullkominn fyrir þurrar hendur og þurr svæði eins og olnboga. Ég hef einnig verið að nota kremið á fæturnar mínar sem eiga það til að verða þurrar. Handáburðurinn hentar einstaklega vel eftir sprittnotkun til að forðast þurrk, fullkomið krem fyrir ástandið í heiminum.

Líkamskrem
Mýkjandi og rakagefandi líkamskrem sem dregur úr roða og pirring t.d. eftir rakstur. Kremið gefur húðinni silkimjúka áferð og er einstaklega gott eftir sólböð. Ég kláraði þetta krem á nokkrum vikum og ætla svo sannarlega að fá mér þetta aftur, ég hef aldrei verið jafn fljót að klára krem – það er létt en afar rakagefandi sem hentar viðkvæmu húðinni minni vel. Líkamskremið var tilnefnt til “Best New Body Product” á Pure Beauty Global Awards 2019.

Serum maski
Serum maskinn frá ChitoCare er dásamleg meðferð sem gefur húðinni fyllingu, raka og aukinn ljóma. Maskinn er þróaðir með kítósani og inniheldur byltingarkennda formúlu sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Maskinn inniheldur einnig hyaluronic sýrur sem binda raka í húðinni, ýta undir kollagen framleiðslu og hægir þar af leiðandi á öldrun húðarinnar.

Ég mæli eindregið með þessum frábæru íslensku hágæða húðvörum frá ChitoCare. Einnig mæli ég með að þið kæru lesendur lesið ykkur betur til um ChitoCare og Primex á vefsíðu þeirra hér. ChitoCare er hægt að versla á vefsíðu þeirra og í Maí, bæði á Garðatorgi og í vefverslun. Styrkjum íslensk fyrirtæki!

Farið vel með ykkur og ekki gleyma að hugsa um mikilvægasta lífærið, húðina x
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LJÓMANDI HÚÐ HEIMA

Skrifa Innlegg