fbpx

LJÓMANDI HÚÐ HEIMA

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Vörurnar fékk ég að gjöf 

Þrátt fyrir skrýtna tíma þá finnst mér mikilvægt að halda mér við góða húðumhirðu. Að taka sér tíma í sjálfsvinnu og sjálfsást hefur aldrei verið jafn mikilvægt eins og núna, það er auðvelt að gleyma sér í depurð og kvíða á dögum sem þessum. Ég hef ekki nennt að mála mig mikið en læt að vísu á mig smá kinnalit og maskara ef ég er í stuði. Það sem ég hef verið að nota undanfarið er dásamlegt ljóma combo. Um er að ræða tvær vörur sem ég fékk að gjöf frá Maí fyrir nokkrum vikum. Ég hef verið að testa mig áfram og er ótrúlega ánægð með þær, húðin ljómar af frískleika.
Hér eru vörurnar tvær –Andlitskrem frá ChitoCare og ljómadropar frá NIOD. Ljóma combo sem ég kem til með að nota daglega það sem eftir er.
Ég hlakka til að segja ykkur betur frá ChitoCare en það íslenskt húðvörumerki sem ég er ótrúlega hrifin af. Stay tuned ..

Njótið helgarinnar,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM : ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Skrifa Innlegg