fbpx

HÆLARNIR TEKNIR FRAM

OUTFITTÍSKA

Loksins, loksins (!) var tilefni til þess að taka fram hæla og setja á sig varalit. Ég fór út að borða með Thelmu vinkonu í gær og ákváðum við að það væri fullkomið tilefni til þess að gera okkur fínar. Vá hvað það var góð tilfinning að mála sig aðeins meira en fyrir vinnuna, fara í hæla og vera smá fín. Dásamleg tilbreyting! Páskarnir eru gott tilefni til þess að gera sig aðeins fínni en venjulega og mæli ég eindregið með, það er ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir sjálfstraustið. Ég fékk nokkur skilaboð um hárið mitt en þessi greiðsla heitir bubble braid ponytail og er einstaklega einföld greiðsla. Það þarf nokkrar teygjur og voila!

Blússa : Zara
Gallabuxur : Weekday
Hælar : Zara
Taska : Gucci

Fyrir ykkur sem viljið tutorial um hvernig þessi greiðsla er gerð þá mæli ég með þessu myndbandi hér. Svo er hægt að skoða allskonar útgáfur á Pinterest.

Gleðilega páska 🐣
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

STÍGVÉL Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg