fbpx

MÍN HVERSDAGS FÖRÐUN

FÖRÐUN
Allar vörurnar að neðan keypti ég sjálf. 

Það eru komnar nokkrar vikur síðan að ég bar undir Instagram fylgjendur mína hvort það væri áhugi fyrir förðunarfærslu frá mér, undirtektirnar voru vægast sagt góðar. Hér kemur því færsla um mína hversdagsförðun en ég vil taka það fram strax að ég er ekki lærður förðunarfræðingur og hef lítið sem ekkert vit á förðun. Ég kann vel á mitt andlit og hvað hentar því og minni húð svo takið öllum mínum tipsum með fyrirvara. Mér finnst mjög skemmtilegt að prófa nýjar vörur en ég er oftast mjög vanaföst og hef því notað þessar vörur í langan tíma sem að ég mæli með hér fyrir neðan.
Grunnurinn á allri fallegri förðun er að sjálfsögðu húðrútínan, ég legg mikið uppúr minni rútínu og hefur það orðið til þess að húðin mín fór frá því að vera vandamála húð yfir í mjög góða og nánast vandamálalausa húð. Það er hægt að skoða húðrútínuna mína hér.

En að minni hversdagsförðun. Ég nota aldei farða nema fyrir fínni tilefni og nota ég því einungis hyljara og svo setting púður.
Sjáið vörurnar sem ég nota hér fyrir neðan –


Ég hef verið að nota þennan hyljara frá Maybelline í ágætan tíma og er mjög ánægð með hann.
Mér finnst hann bæði þekja vel og helst út daginn. Bursti frá Real Techniques.


Ég elska þetta glæra setting púður frá Lauru Mercier. Ég er búin að eiga það í allavega eitt ár og er ekki nálægt því að vera búin með það, þrátt fyrir að ég noti það á hverjum degi. Að mínu mati á þetta púður heima í öllum helstu snyrtibuddum.
Bursti frá Real Techniques.


Sólarpúður sem er varla þörf á að kynna, svo vinsælt er það.
En fyrir þá sem kannast ekki við þetta sólarpúður þá heitir það Hoola og er frá Benefit Cosmetics.
Bursti frá Real Techniques.

Og að mínu allra uppáhalds .. kinnalitur. Ég á nokkra kinnaliti sem ég flakka á milli en núverið hef ég verið að grípa mikið í þennan. Hann er frá MAC og heitir Style. Ég elska kinnaliti og spara alls ekki magnið, mér finnst svo fallegt að vera rjóður í kinnum. Það gerir mann svo líflegan og sætan.
Bursti frá Sephora. 


Highlighter frá Fenty Beauty í litnum Killawatt ofaná kinnbein.
Bursti frá Sephora.

Þar sem að ég er með mjög dökkar augabrúnir og að auki er ég með topp sem felur augabrúnirnar þá lita ég þær ekki. Þegar ég tek hárið upp þá nota ég þetta brúna augabrúnagel frá Benefit sem heitir Gimme Brow. Annars nota ég dagsdaglega augabrúnagelið Control Freak frá NYX, það er glært og lætur augabrúnirnar haldast á sínum stað í marga klukkutíma.

Ég skyggi alltaf augnlokin aðeins með þessum contour lit.
Hann heitir Harmony og er frá MAC.
Bursti frá MAC. 


Ég er alltaf með eyeliner og hef verið að nota þennan frá Kat Von D. Hann heitir Tattoo Liner í svörtum lit og er vægast sagt góður. Svo hef ég verið að nota maskarann, Great Lash frá Maybelline. Ég hef lengi verið í basli með maskara þar sem að flestir leka niður en þessi gerir það ekki!


Ég vona að einhverjir munu njóta góðs af þessari færslu, endilega látið mig vita ef ykkur líkar við þessar vörur!
Ps .. viljið þið sjá meira varðandi húðumhirðu og förðun frá mér á blogginu?
Skiljið eftir athugasemd hér fyrir neðan x

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

 

HYGGE, UPPÁHALDS BRUNCHSSTAÐUR Í MILANO

Skrifa Innlegg