fbpx

HÚÐRÚTÍNAN MÍN

HÚÐUMHIRÐA

Ég hef verið beðin um ð deila húðrútínunni minni og sérstaklega vörunum frá The Ordinary sem ég hef verið að nota í rúmt hálft ár núna. Húðrútínan mín er loksins orðin fullkomin að mínu mati og hefur húðin mín aldrei verið jafn góð eins og núna. Ég nota margar mismunandi vörur og eru þær misflóknar. Ég mæli með að finna húðrútínu sem hentar ykkar húðtegund og prufa ykkur áfram með vörur. Það er ekki víst að vörur sem henta minni húð munu henta þinni svo að ég myndi lesa mig til um þær fyrir notkun, sérstkalega þær sem innihalda sýrur.

Hér er húðrútínan mín –

Á morgnana
1. Andlitshreinsir
Ég hreinsa húðina með mildum hreinsi frá Neutrogena. 

2. Andlitsvatn (tóner)
Það er mikilvægt að nota góðan tóner þegar búið er að hreinsa húðina til þess að loka svitaholunum.
Ég nota mildan tóner frá Simple.

3. Serum
Ég nota Buffet serum-ið frá The Ordinary alltaf á morgnana. Buffet er margþætt peptíð serum, hannað til þess að vinna á öldrun húðarinnar. Serumið jafnar út húðlit, vinnur á skemmdum (t.d. örum) og eykur kollagen framleiðslu húðarinnar. Einnig inniheldur Buffet aminó- og hýalúrónsýrur sem nærir híuðina og gefur henni extra raka.

4. Augnserum
Ég hef verið að nota caffein solution frá The Ordinary í nokkra mánuði núna og sé þvílíkan mun.
Varan er hönnuð til þess að vinna á ‘puffy’ og dökkum augnsvæðum. Caffein solution inniheldur 5% koffín og grænt te.

5. Niacinamide
Sterk vítamín- og steinefnablanda sem inniheldur B3 vítamín sem dregur úr dökkum blettum, er bólgueyðandi og minnkar roða í húðinni.

6. Rakakrem
Milt og gott rakakrem frá MyClarins. 

7. Sólarvörn
Ég er nýbúin að kaupa mér þessa andlitssólarvörn frá Paula’s Choice. Hún er mjög létt og alls ekki olíukennd, hún inniheldur smá tint (lit) sem jafnar húðlitinn og gefur frá sér fallegan ljóma. Ég nota andlitssólarvörn á hverjum degi þótt ég sé ekki að fara í sólbað, því útfjólubláir geislarnir sem eru orsök sólskemmda húðarinnar og húðkrabbameina eru alltaf til staðar þrátt fyrir rigningu og ský. Dagleg notkun sólarvarnar skilur húðina eftir heilbrigða og ljómandi.

Á kvöldin
1. Andlitshreinsir

2. Andlitsvatn (tóner)

3. Serum með 2% granactive retinoid
Granactive retinoid er tegund af retinólsýru.  Þetta serum er með miklum styrk en er samt sem áður lítið sem ekkert ertanti fyrir húðina. Því er þetta fullkomin retinólsýra fyrir byrjendur. Varan er hönnuð til þess að vinna á fínum línum, litabreytingum og ‘endurlífgar’ húðina með því að vinna á móti öldrun hennar.

4. Andlitsolía og rúlla
Ég hef verið að nota þessa frábæra olíu frá The Ordinary. Hún er 100% kaldpressuð jómafrúarolía unnin úr marula trjám. Hún er full af andoxunarefnum og er bæði fyrir húð og hár. Rakagefandi og gjörsamlega vökvar húðina af góðri olíu. Svo nota ég þessa rúllu frá The Body Shop til þess að auka blóðflæði húðarinnar.

Á 7-10 daga fresti
Sýrumaski
Sýrumaski frá The Ordinary sem er hannaður til þess að láta húðina endurnýja sig, jafnar áferð hennar og skilur hana eftir geislandi og fallega. Það er mjög mikil virkni í þessum maska svo ekki láta ykkur bregða ef þið verðið smá rauð – það er bara sýran að vinna sína vinnu! Ég er með viðkvæma húð og nota því þennan maska á 7-10 daga fresti en The Ordinary segir að það megi nota hann max. 2x í viku, ég myndi samt byrja á að nota hann á 10 daga fresti og leyfa húðinni að venjast. Ekki er mælt með að nota aðrar sýruvörur á sama tíma og þessi vara er notuð. Svo er mjög mikilvægt að nota sólarvörn daginn eftir að varan er notuð!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MÍN VEGFERÐ AF SJÁLFSVINNU OG SJÁLFSÁST EFTIR ÁFALL

Skrifa Innlegg