fbpx

HYGGE, UPPÁHALDS BRUNCHSSTAÐUR Í MILANO

ANNA MÆLIR MEÐ

Ég má til með að deila með ykkur æðislegum brunch stað í Milano. Það er alls ekki mikið um veitingastaði sem bjóða uppá brunch eins og við Íslendingar þekkjum hann en Ítalinn er meira í því að fá sér pasta í hádeginu, eins og í flest öll mál ;)
Ég, mikli brunch aðdáandinn var því ansi glöð þegar ég uppgötvaði Hygge í fyrra. Það er alltaf troðið á honum um helgar og er því must að bóka borð með góðum fyrirvara. Hygge, eins og nafnið gefur kannski til kynna býður uppá mjög skandinavískt umhverfi sem og matargerð með skandinavísku ívafi og er því lítil furða að ég hafi ratað þangað inn.

Ég dýrka conceptið sem Hygge býður uppá en helgarbruncinn þeirra er settur upp á mjög skemmtilegan máta. Ég borgaði fast verð sem er EUR23 og inniheldur það eins mikið kaffi og ég vildi, appelsínudjús og svo valdi ég ákveðinn menu. Þeir innihalda allir ‘aðalrétt’ sem inniheldur annað hvort eggjarétt eða veganrétt, svo fékk ég fasta þrjá minni rétti og einn sætan rétt. Ég valdi mér vegan menu og fékk brauð með avocado og rabbabara chutney, kartöflur með fennel, graskers veleoté með brauðteningum og rósmarínolíu, bygg risotto með grænmeti og svo gulrótaköku í eftirrétt. Ótrúlega skemmtileg og óhefðbundin brunchstemning sem ég er mjög hrifin af, spurning hvort að svona concept myndi virka á Íslandi ? hmm ..

En ég tók nokkrar myndir af staðnum og matnum sem við vinkonurnar fengum og ætla ég að deila þeim með ykkur –Rólegur laugardagur í notalegu andrúmslofti með mat sem kitlar bragðlaukana og notið hans í góðra vinahópi – það er einfaldlega ekki hægt að biðja um meir. Ljúfa líf ..

Njótið það sem eftir er af þessum kærkomna sunnudegi.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

AFMÆLIS ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg