fbpx

AFMÆLIS ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUM

Jæja þá er komið að tímabili Bogamanna en þar á ég einmitt heima. Ég á afmæli á föstudaginn og mun því fagna hækkandi aldri enn eitt árið langt frá mínum nánustu. Ég er voða mikil afmæliskona og finnst mér það því vera frekar erfitt að vera frá vinum og fjölskyldu á þessum degi, það einhvernveginn venst aldrei .. En ég er svo heppin að hafa umkringt mig af góðu fólki hérna í Milano sem ætlar að fagna með mér. Dinner, dans og skemmtilegheit – ég mun deila kvöldinu með ykkur ;)
Ég er ein af þeim sem á allt en dreymir um endalaust meir, ætli neysluhyggjan sé að tala? Mjög líklega já. En maður má alltaf láta sig dreyma, ekki satt? Talandi um drauma þá ákvað ég að setja saman smá óskalista af þeim hlutum sem ég væri til í að eignast einmitt núna. Vonandi getið þið nýtt þetta í hugmyndir fyrir afmælisgjafir eða jú, jólagjafir.

 


1. Hattur frá Dior sem mig hefur dreymt um síðan ég sá hann á tískupöllunum í febrúar .. þvílík fegurð sem ég væri sko aldeildis til í að skarta hérna í stórborginni.
2. Fallegur og basic stuttermabolur frá Ganni sem hægt er að nota við allt.
3. Hringur frá Fendi sem ég er búin að vera að skoða lengi.
4. Terracotta bronzing gel frá Guerlain, þetta á víst að vera ÆÐI – ég verð að prófa !
5. Faux shearling frá Stand Studio. Geysir er að selja flíkur frá Stand Studio en ég veit ekki hvort að þau séu með nákvæmlega þennan shearling ..
6. A-hálsmen frá MyLetra – fallegt, einfalt og klassískt. Fæst hér.
7. Tom Ford sólgleraugu sem ég get ekki hætt að hugsa um síðan að ég mátaði þau uppá Keflavíkurflugvelli um daginn ..
8. Falleg prjónapeysa frá Acne Studios.
9. Og síðast en alls ekki síst, sódastream frá AARKE – Must inná mitt heimili, takk fyrir! Fæst hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

LÖNG HELGI Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg