fbpx

GÓÐAN DAGINN

FERÐALÖGLÍFIÐMEÐGANGAOUTFIT

.. frá sólinni 🌞

Við Atli ákváðum að skella okkur í hita og sól og erum búin að lifa ansi áhyggjulausu lífi sl. viku. Ég finn hvað hitinn mýkir upp líkamann en allir bakverkir og aðrir verkir eru horfnir – ætli óléttum konum sé ætlað að njóta í sólinni á meðgöngu? Ég er allavega farin að halda það.

Ég var búin að lofa færslu um minn fyrsta þriðjung bæði hér og á Instagram en hún kemur inn von bráðar. Ég er núna komin 15 vikur + 3 daga og það er farið að sjást verulega á mér. Það fer ekki á milli mála að það sé lítið kríli á leiðinni enda fjárfesti ég í mínum fyrstu meðgöngugallabuxum hérna úti. Ég keypti þær í H&M en hérna úti er mjög gott úrval í Mama línunni, mér finnst ekki jafn gott úrval í H&M heima á Íslandi því miður. Annars er hægt að sjá allskyns uppástungur með meðgöngubuxum og leggings í highlights hjá mér undir ‘Baby AB‘. Ég fékk mikið af góðum ábendingum um hvar er hægt að fá góðar buxur fyrir meðgöngu bæði heima og á netinu.

Gallabuxur : H&M Mama
Bolur : H&M
Taska : Prada
Hálsmen : Weekday
Sandalar : Mango (ég minntist á þá hér)

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VIÐ GETUM EKKI BEÐIÐ EFTIR JANÚAR 2022

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1