fbpx

SANDALAR Á ÓSKALISTANUM

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Mér finnst fá outfit jafn falleg og sumarkjóll og sandalar, það er svo rómantískt og heillandi. Ég vona innilega að við munum fá marga góða daga í sumar þar sem hægt verður að klæðast sandölum og til þess að undirstrika þrá mína í sumar og sól þá ætla ég að deila með ykkur sandala óskalista. Ég á ansi dapurt sandala-safn sem er vert að uppfæra og aldrei að vita nema að ég velji mér par af sandölum hér fyrir neðan. Sandalarnir frá Marni eru efst á óskalistanum en þeir eru í dýrari kantinum svo ég ákvað að deila líka með ykkur sandölum á viðráðanlegu verði.

Eftir að hafa skrollað í gegnum margar mismunandi síður er augljóst að við munum sjá mikið af leðursandölum næstu mánuði. Sandalar og kjólar, sandalar og gallabuxur, stuttbuxur, pils .. Möguleikarnir eru endalausir! Ég er klárlega að selja sjálfri mér þessa hugmynd, það er augljóst að fallegir sandalar verða það næsta sem ég mun kaupa.

Þessir eru efst á óskalistanum, dásamlegir sandalar frá Marni

Zara


Jil Sander

Asos

Mango

ATP Atelier

Fæ hlýju í hjartað að skoða alla þessa fallegu sandala og dreymir um strönd á meðan ..💭
Ætlar þú að fá þér sandala fyrir sumarið?

Sólarkveðjur,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

HAIR, SKIN & NAILS FRÁ CHITOCARE BEAUTY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    31. May 2021

    Ég er búin að vera með augastað á Mango sandölunum, finnst þeir æði