Ég kíkti í Kringluna á dögunum sem er ekki frásögufærandi nema það að ég verð bara að hrósa verslunum þessa stundina, ég hef sjaldan séð jafn miklar freistingar! Ég sver það ég hefði getað eytt tugum þúsunda. Ástæðan fyrir því að ég set þessa færslu inn er sú að ég er upp á síkastið farin að fá óeðlilega mikið af beiðnum um að fara í smá mátunarferðir & skoða úrval í búðum með ykkur á Snapchat.
Ég hef aldrei verið neitt gefin fyrir það að sýna minn stíl ef stíl má kalla, ég er plein & frekar ófrumleg í klæðnaði en svo er ég að heyra að það er nákvæmlega það sem að þið eruð að vilja. Sjá bara eðlilegan afslappaðan stíl sem þarf lítið að hafa fyrir, auðvelt að klæðast, auðvelt að meðhöndla lítil börn í & fleira. Ég hef því ákveðið að verða við þessari bón & skelli í þessa fyrstu færslu.
Í þetta skiptið er það það sem að ég er í stuði fyrir frá versluninni VILA, VILA er ein af mínum uppáhalds færslum enda með mjög mikið af þæginlegum, klæðilegum flíkum sem eru klassískar & henta einhvern veginn við hvaða tilefni sem er. Það er kannski ágætt að taka það fram að þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við verslunina á neinn hátt, þetta er bara mín skoðun & það sem að mig langar að fjalla um.
Ég sé þessa fyrir mér við fallegar gallabuxur & sandala í sumar, eða dressaða upp með fallegum silkibuxum & opnum hælum…
Ég er sérstaklega hrifin af þessari, hugsa með “boyfriend“ jeans eða fallegum þröngum buxum sem ná aðeins upp, jafnvel hægt að girða þessa aðeins ofaní…
Þessi er klárlega sú sem verður notuð spari, sé hana alveg fyrir mér við hátt leðurpils…
Þessi þarf engin orð! Sniðið, kraginn, pífurnar, ég elska allt við hana…
Þetta er klárlega “the peysa” sem að ég hef verið að leita eftir, ekki of stór eða þykk, fullkomin yfir fallegan undirkjól & gallabuxur eða við kósýgallann…
…………………………………………………………………………………………………………
Stuðið sem ég er í fyrir vorið eru sætar peysur, skyrtur (ég er að fíla þetta bundna um mittið mega vel), plíseringar, pífur & svo er ég ennþá heit fyrir rúllukragabolum & skyrtum með “chockerum“.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með komandi búðarrápi bendi ég á að adda mér á Snapchat: @steinunne
Skrifa Innlegg