Steinunn Edda

VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA: MÍNAR NEGLUR

Lífið

Kæru lesendur, ég elska hvað þið eruð dugleg að senda mér skilaboð þar sem þið biðjið um að ég fjalli um ákveðna hluti, það er svo gott að vita að ég sé að fjalla um hluti sem þið hafið áhuga á. Ég er búin að sitja á námskeiði síðasta mánuð svo að ég hef ekki komist í það að gera hið MARGumbeðna hárvídjó en ég klára á sunnudaginn & ég LOFA LOFA LOFA að það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á mánudag er að byrja að preppa þetta vídjó & svo taka það upp. En það sem þið eruð búnar að spyrja alveg rosalega mikið um síðustu daga eru neglurnar mínar eftir að ég sýndi þær á Snapchat síðustu tvö skipti. Einnig er ég almennt mikið spurð um hvert þið eigið að fara o.s.fr.v þannig að mig langaði hreinlega bara að skella í færslu þar sem að ég fer yfir þessi atriði.

Ég hef mikið verið að flakka á milli til þess að finna naglakonu sem hentar mér, ég er nefnilega svolítið tilætlunarsöm þegar kemur að svona snyrtimeðferðum (he…..he….) Ég ákvað að prófa eina sem að mér var bent á, hún heitir Inga Hrönn & er algjör snillingur. Hún er snögg, hún er ótrúlega klár, hún hlustar vel á það sem að maður biður um & fyrir utan allt þetta er hún ótrúlega skemmtileg. Inga Hrönn gerir gelneglur sem eru þunnar  & fallegar alveg eins & ég vil hafa þær, þoli eiginlega ekkert jafn lítið & þykkar brussulegar gervineglur. Ég ákvað að fá mér form sem heitir “coffin“ og er svona líka ótrúlega ánægð. Puttarnir mínir eru litlir & feitir (ohh) & mér finnst þetta form lengja puttana & gera þá aðeins lögulegri.

16215654_10211494097136426_916382311_n16176263_10211494097216428_1802504287_n

Hér eru myndir af mínum, ég ákvað að fá mér bara “litlausar“ til að geta skipt um naglalakk, en hugsa að ég fái mér einhvern fallegan gellit næst.

Hér eru svo fleiri fallegar neglur eftir Ingu…

16176589_10211494097256429_1583314577_n 16216352_10211494097096425_1690834197_n 16215788_10211494097336431_177693671_n

………………………………………………………………………………………………..

Inga Hrönn er algjör naglasnilli & chromesnilli fyrir þá sem vilja prófa það trend & hún fær mín allra bestu meðmæli. Fyrir áhugasama er facebooksíða Ingu Hrannar hér.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

LASHES ON FLEEK**

Skrifa Innlegg