Vöruna fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á skoðun mína á henni þar sem að ég skrifa einungis um það sem að mér virkilega finnst sniðugt eða líkar við & langar að deila með ykkur elsku lesendur xx
Þið sem hafið fylgst með mér áður vitið það vel að ég er brúnkukremsáhugamanneskja. Þið sem hafið hinsvegar ekki gert það, HÆ ég heiti Steinunn Edda & er brúnkukremsáhugamanneskja! Ég hef í gegnum árin leitað endalaust að hinu fullkomna brúnkukremi & verð hreinlega bara að segja að himnarnir opnuðust þegar ég uppgötvaði St.Tropez, ég hef aldrei farið leynt með það að ég nota alltaf St.Tropez, margar mismuandi týpur & því skal enginn efast um að ég hef alltaf elskað það merki.
Ég fékk að prófa St.Tropez Gradual Tan Tinted, en það krem hafði ég ekki prófað áður. Ég verð að segja að þetta var ást við fyrstu sýn, enda er þetta stórkostlegt krem. Brúnkukremið gefur strax lit með áferð sem að gerir húðina lýtalausa en það myndast eins og einhversskonar hula yfir alla húðina sem felur marbletti, litamisfellur & fleira. Lyktin er ótrúlega góð og formúlan þornar strax svo að maður er ekkert klístraður. Það sem að ég dýrka einstaklega mikið er það að þetta er bæði „instant“ & „gradual“ tan, þú færð lit strax svo þú ert tilbúin að fara út á nokkrum mínútum en á sama tíma er þetta „gradual“ tan sem byggist upp ef þú setur kremið nokkrum sinnum á þig.
Ég verð að segja að í augnablikinu er þetta uppáhalds brúnkukremið mitt, svona mitt „go to“. Ég ber brúnkukrem alltaf á mig með svona lúffu eða hanska, ég nota núna St.Tropez lúffuna, en mér finnst það mjög mikilvægt til að kremin setjist ekki í rákir á líkamanum.
Ég á svolítið erfitt með að gera fyrir & eftir myndir þar sem að ég er eiginlega alltaf með brúnkukrem & verð því voðalega sjaldan hvít, en þið getið vel séð myndir hér á blogginu, á Instagramminu mínu & á Snapchat! Sendið mér línu ef það er eitthvað, ég elska að fá spurningar frá ykkur! xx
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg