fbpx

TOP PICKS Á TAX FREE!

FörðunHárið

Það gleður mig að tilkynna ykkur sem hafa nú þegar ekki tekið eftir því að það eru Tax Free dagar í Hagkaupum. Þeir byrjuðu í gær & standa yfir helgi. Ég ákvað að taka saman top picks-in mín á Tax Free en þetta eru allt vörur sem að ég hef prófað og elska nú þegar & því kjörið að benda ykkur á þessa snilld sem er nú hægt að kaupa aðeins ódýrara!

taxfree

Garnier, Moisture Bomb Tissue Mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana & fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru & rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun.

Garnier, Moisture Bomb 3-in1: Stórkostlegt rakakrem sem inniheldur einstaka 3-in-1 formúlu sem endurnærir húðina, gefur henni einstaklega mikinn raka & verndar hana frá utanaðkomandi áreiti frá umhverfinu. Ný kynslóð rakakrema sem er einstaklega létt & inniheldur tvö mikilvæg andoxunarefni, amla ber og granatepli ásamt því að vernda húðina með UVA/UVB vörn. Kremið sem er eins og áður segir einstaklega létt & frískandi inniheldur einnig mikið magn af plöntuserumi & er fljótt að fara inn í húðina svo að það skilur hana eftir mjúka en ekki klístraða eða olíukennda.

Essie, Sand Tropez: Litur mánaðarins hjá Essie að þessu sinni. Dásamlega fallegur grátóna litur sem er klassískur & passar einfaldlega við allt, ég er sjúk í hann & nota hann mjög oft, hann er extra flottur með matta yfirlakkinu frá Essie „Matte About You“

L’Oreal Miss Hippie maskarinn: Uppáhalds maskarinn minn í augnablikinu & ég er ekki að ljúga þegar ég segi að hingað til er þetta besti maskari sem að ég hef nokkurn tíman prófað. Hann lengir & þykkir augnhárin ótrúlega vel í aðeins einni stroku, er alveg svartur & klessist ekki. Hann hrynur ekkert hjá mér & smitast ekki heldur & svo er líka ótrúlega auðvelt að þvo hann af. Ég er alltaf spurð hvaða maskara ég sé með þegar ég er með hann, ég tel það vera mjög gott merki.

L’Oreal Nude Magique Cushion Foundation: Þessi farði er dásamlegur, ég lít á hann sem dagsdaglega farða því að hann er svo léttur & góður. Ásamt því að vera ótrúlega léttur, fallegur & þæginlegur er hann einstaklega hentugur fyrir þær sem vilja einfalda hlutina, þú ert með allt á einum stað. Hann hylur roða án þess að vera þykkur, hann er snyrtilegur, þú ert með svamp sem er stútfullur af vöru án þess að hún smitist annað því svo ertu með lítinn púða og spegil í sömu dollu sem einfaldar þetta allt saman, dásamlegur & fæst í 4 mismunandi litum.

Ég vona að þetta hafi mögulega gefið ykkur einhverjar hugmyndir til að prófa á Tax Free dögum, ég veit að það eru margir sem elska þessa daga & notfæra sér þá óspart sem er dásamlegt. Mig langar þó líka að minnast á það að uppáhalds burstarnir mínir, Real Techniques sem ég tel vera þarfaþing á öll heimili eru að sjálfsögðu líka á afslætti & því um að gera að nýta sér það & versla sér nokkra, þeir eru svo dásamlegir.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

RAKABOMBA Í EINU BRÉFI..

Skrifa Innlegg