fbpx

READY FOR TAKEOFF! MÍNIR “FLUFFUSKÓR“

Lífið

Ég mun starfa sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar & hlakka óskaplega mikið til, en ég er á fullu í undirbúningsferli eins & er. Partur af þessu undirbúningsferli er “uniformið“ en það felst meðal annars í því að útvega sér viðeigandi skóbúnað sem er leyfilegur í fluginu. Ein tegund af þeim sem eru leyfilegir eru „Ecco Shape 5,5“ & eru það einmitt skórnir sem að ég keypti mér. Ecco skór eru að sjálfsögðu þekktir fyrir það að vera með ákveðinn “heilsustimpil“ á sér sem er ekkert nema jákvætt að mínu mati enda hef ég glímt við fótavesen alla mína ævi.

16729702_10211718447265039_662163699_n 16729633_10211718447225038_2062304289_n 16736239_10211718447625048_737901849_n 16730850_10211718447145036_335653376_n

Ég er með Plattfót (sumsé ilin fer ekki upp í sveigju eins & hjá flestum heldur er flöt alla leið sem gerir það að verkum að ég verð þreytt í löppunum ef að ég er ekki í góðum skóm. Það var því ekki spurning þegar kom að því að velja viðeigandi skó til að vera í löngum törnum, það var alltaf Ecco. Ecco skórnir eru úr leðri & hællinn styður vel við bæði hné & bak svo að þeir eru einstaklega þægilegir þegar kemur að því að þramma á hörðu gólfi í langan tíma í senn. Þessir svokölluðu flugfreyjuskór sem Shape skórnir eru, eru til í nokkrum útfærslum, með mismunandi hælum & með mismunandi tá, rúnaðri eða támjórri þannig að það geta allir fundið sinn stíl.

16730850_10211718447145036_335653376_n 16729633_10211718447225038_2062304289_n 16729702_10211718447265039_662163699_n16754129_10211718661350391_844189433_n

………………………………………………………………………………………………………………………………….

Nokkrar staðreyndir:
Skórnir eru úr leðri svo að það er mikilvægt að velja skó sem passa, ekki of rúma þar sem að þeir gefa örlítið eftir eins & allir leðurskór.
Best er að nota góða vatns & leðurvörn á skóna (eins & á myndinni fyrir ofan) til að þeir haldist sem fallegastir & endist lengur.
Skórnir koma alltaf í takmörkuðu upplagi svo best er að hafa hraðar hendur ef að þið ætlið að næla ykkur í par fyrir vorið/sumarið.
Skórnir fást í verslun Ecco Kringlunni & Steinar Waage Kringlunni & Smáralind.

Ég sýndi aðeins frá því þegar ég fór & fékk mér skóna á Snapchatinu mínu: @steinunne fyrir áhugasamar en þess má geta að flugfreyjur fá 20% afslátt af þessum skóm gegn því að framvísa staðfestingu á því að þær séu að fara að starfa sem flugfreyjur í sumar.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: ÉG HEF EKKI TÍMA // HEIMAÆFINGAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur

    14. February 2017

    Er þetta kostuð færsla? Eða eru þær merktar sérstaklega?

    • Steinunn Edda

      14. February 2017

      Èg hef ekki tamið mèr að skrifa ,,þessi færsla er kostuð” eða ,,greinarhöfundur keypti sér vöruna sjálf” mèr finnst það hreinlega ljótt :) en það sem að èg hef tamið mèr er að skrifa : keypti mèr eða var svo heppin að fá! :) ss. Fyrra ef þetta er ekki kostað & seinna ef varan er gefins. En bara svona fyrst að við erum á þessum nótum get èg sagt að èg hef aldrei fengið borgað krónu fyrir blogg :) Gleðilegan þriðjudag Hildur xx