fbpx

Natursutten

Barnið

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt, þessa vöru keypti ég mér sjálf.

Ég verð að segja ykkur frá nýjasta uppáhaldinu mínu fyrir hann Sigga minn, en það er Natursutten snuðið. Ég hafði ekki heyrt um þetta áður en ég átti strákinn minn, en þetta er mjög vinsælt hérna í Danmörku svo að þetta fór alls ekki framhjá mér enda annaðhvert barn með gripinn uppí sér.

Ég er algjör snudduperri & fíla alls ekki útlitið á öllum snuðum (fáránlegt ég veit). Siggi hefur alltaf tekið MAM frá fæðingu & var ég bara nokkuð sátt með það enda mörg mjög sæt, en það sem að fór í taugarnar á mér var að ég gat aldrei keypt snuðin stök nema þá að það væru einhver steruð “glow in the dark” snuð sem að eru engan veginn minn smekkur.

Ég var því farin að kaupa heilu pakkana af tveim í pakka snuðum sem innihéldu eitt hvítt/glært & annað í lit en notaði aldrei þau lituðu. Þetta er orðið frekar þreytt svo að ég ákvað að skoða aðeins. Ég rakst þá á grein um Natursutten snuðin & ákvað að kaupa eitt slíkt fyrir Sigga minn & ég er sjúk. Mér finnst þau ekkert ofboðslega falleg, en mér finnst gamaldagssjarmi yfir þeim. Siggi hefur bara viljað 6 mánaða + snuð síðustu mánuði þrátt fyrir að vera bara 7 mánaða svo að ég ákvað að kaupa snuðið í Large.

Hægt er að velja á milli orginal og butterfly týpu á snuðinu sjálfu en butterfly týpan gefur aðeins meira rými fyrir nefið á meðan að orginallinn er alveg hringlaga. Einnig er hægt að velja tvær týpur af túttu kúlulaga & svo gómlaga sem líkist MAM snuðunum svo að ég ákvað að kaupa þessa seinni. Siggi er sjúkur í snuðið & mér líður einstaklega vel að vita af honum með það. Fyrir áhugasama sem vilja lesa sér til betur um snuðin svo að þessi færsla verði ekki lengri en allt langt fann ég út að þau fást á síðunni Baldursbrá.is – lesið endilega um þau, ég hugsa að ég noti ekki annað héðan í frá..

13231058_10209182784235048_731558474_n 13249357_10209182783835038_1546375228_n 13249521_10209182783675034_892450745_n 13275651_10209182844356551_2095519052_n

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:

steinunne
xx

 

Rólu í mína stofu - Já takk!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Steinunn Edda

      22. May 2016

      Svo sammála! :) xx