fbpx

Mömmufrí

LífiðLíkaminn

Ég átti svo dásamlegt mömmufrí í Sóley Natura Spa í gær, ég ákvað að skella mér í nudd & baðstofu & sé sko aldeilis ekki eftir því, ég er endurnærð. Ég á svo góða vini sem gáfu mér gjafabréf í 50 mínútna heilsunudd, það var svo ótrúlega gott fyrir þreytta kroppinn að fá smá dekur, enda ekkert grín að halda á 11kg dreng meirihlutann af deginum. Stemningin í Sóley Natura Spa var ótrúlega notaleg, rólegt, þægilegt & fallegt umhverfi sem er gott að slaka á í. Ég elska vörurnar frá Sóley svo að ég vægast sagt löðraði mig í kremunum sem eru í boði fyrir gesti í klefunum, ég þarf svo klárlega að fara að endurnýja kremin, ég er eiginlega búin með þau öll & húðin mín finnur það. Kvöldið endaði svo á einum öl í góðra vina hópi á Bus Hostel barnum í Hlíðunum, hverfinu mínu.. Yndislegur dagur í alla staði x x

13575676_10209519745658873_411167979_o

13563372_10209519745778876_1523221035_n

13576438_10209519745738875_1147311313_n

13579757_10209519745698874_1924702780_o

 

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Uppáhalds í Júní..

Skrifa Innlegg