Færslan er unnin í samstarfi við Kaupfèlagið..
Ég veit fátt betra en að kaupa mér fallega hluti á góðu verði! Mér líður eins & ég hafi unnið að einhverju leyti & grætt alveg rosalega mikið. Ég var því líklega ein af mjög mörgum sem að hoppaði hæð mína af gleði þegar ég frétti af átakinu sem S4S standa fyrir, þið getið séð hvaða merki falla þar undir HÉR. En átakið sem ber nafnið “við erum að standa okkur” , átakið snýst í raun um það að frá áramótum voru tollagjöld á fatnaði & skóm sem eru framleidd utan Evrópu felld niður, sem er gott & blessað eitt & sér, en S4S ákvað að gera enn betur & skila allri sinni lækkun til neytenda. Á mannamáli, þið eruð að fá vörurnar mikið ódýrari! Þetta er auðvitað frábært mál & ekki allir sem myndu fara þessa leið, það hefði verið mjög auðvelt að halda sömu verðum & græða bara aðeins með því að þurfa ekki að borga tollagjöld.
Mér finnst þetta mikilvæg færsla því það er alltof oft þannig að allt það neikvæða sem er í gangi er svo áberandi að það jákvæða sem er að gerast gleymist. Þetta er jákvætt, þetta er jákvætt fyrir okkur sem neytendur fyrir íslenska verslun, fyrir krónuna, þetta er jákvætt, dreifum gleðinni!
Ég ákvað að kíkja í Kaupfélagið & fá mér nýja skó fyrir haustið, er það ekki annars einhver regla? Það er svooo margt fínt & ég hefði getað labbað út með svona 19 pör af skóm en ákvað að vera skynsöm & fá mér góð stígvél. Ég keypti mér Vagabond stígvél í Kaupfélaginu árið 2013 sem að ég nota enn í dag & eru bestu skór sem ég hef átt, það eru stígvél með sólanum „Grace“ það er nefnilega málið með Vagabond að þó svo að skótýpurnar þróist & séu í allskonar útfærslum þá eru sólarnir alltaf eins. Það eru til nokkrar týpur af sólum svo ef þú átt þinn uppáhalds getur þú í rauninni keypt margar týpur af sama skónum (mesta snilld sem ég veit um).
Mig langaði samt að deila gleðinni með ykkur kæru lesendur, því að þið voruð svo ótrúlega margar sem voruð að fylgjast með á Snapchat & spurðuð um verð & fleira á stígvélunum svo að ég í samstarfi við Kaupfélagið ákvað að vera extra næs……Þið fáið stígvélin á 30% afslætti! Það eina sem þið þurfið að gera er að elta mig á Snapchat & screenshota myndina sem ég set þar inn með leiðbeiningum & þá fáið þið 30% afslátt þegar þið kaupið ykkur stígvélin.
Verð upphaflega: 24.995
Verð eftir tollalækkun: 21.495
Verð með 30%afslætti: 15.046
Eruði ekki að grínast hvað þetta er gott verð fyrir Vagabond stígvél???? Tilboðið gildir fram á sunnudag (sumsé út laugardaginn) & það er opið til 21:00 í kvöld! Sjáumst á Snapchat: steinunne
Skrifa Innlegg