fbpx

I <3 MY TAN

LífiðLíkaminn

Þið vitið öll að ég er forfallinn tanfíkill svo að þið þurfið ekkert að efast um minn heiðarleika í svona færslum (eigið reyndar aldrei að gera það því að ég tala BARA um það sem ég VIL & elska í ALVÖRU) En …

Ég var að prófa nýja brúnku frá St.Tropez & það er uppáhalds dökka tanið mitt nema í spreyformi. Ég elska tan, ég elska St.Tropez, ég elska sprey tan sumsé ég ELSKA þetta tan. Ég fer í sprey tan á Snyrtistofunni Garðatorgi & bið þá um þessa brúnku sem að ég elska mest. Undirtónninn í henni er grænn svo að maður verður ekki appelsínugulur (mikil litafræði í gangi hér), ég var því himinlifandi þegar vinkonur mínar hjá St.Tropez komu með uppáhalds brúnkuna mína til þess að geta frískað upp á mig inn á milli eða þegar ég kemst ekki til hennar elsku Gurrýar minnar uppá Garðatorgi í eðalbrúnku.

st 17410429_10212058823174224_1855444776_n
st 17410429_10212058823174224_1855444776_n

Þetta er ótrúlega auðvelt í notkun & endist í allt að 10 daga, en best er að spreyja brúnkunni beint á líkamann & dúmpa svo yfir svæði með St.Tropez hanskanum til þess að hafa hana alveg jafna & fína. Það er náttúrulega frábært að nota þetta sprey til þess að ná á svæði sem að maður þarf oft hjálp við að bera á eins & bakið en hún er einmitt þess vegna kölluð 360°brúnkan.

Fyrir bestu niðurstöður er gott að skrúbba líkamann um 24 klukkustundum áður en að brúnkan er borin á, bera á sig gott & feitt krem sem að maður skolar svo af í sturtu áður en að maður hefst handa. Setjið þó smá krem á þurrustu svæðin á líkamanum rétt áður en þið spreyið (olnbogar, hælar, hné & puttar) & leyfið taninu að vera á líkamanum í að minnsta kosti 4 tíma áður en þið skolið ysta lagið af.

17430988_10212058823134223_809884086_o

St.Tropez fást meðal annars í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

FERMINGAR?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sólveig Helga

    23. March 2017

    Manstu verðið á þessu? :)

    • Steinunn Edda

      24. March 2017

      Hæ Sólveig :) Verð eru ákvörðuð af sölustöðum svo að það er best að athuga þar :)

  2. Guðrún Ólafs

    24. March 2017

    ókei frábær spurning ég veit, en geturðu spreyjað þessu sjálf á bakið, eða færðu einhvern til að aðstoða við það? kv. brúnkukremsásetningarstressið!