fbpx

GOLDEN GLOBE 2017 MAKE UP

Förðun

Það var eins & svo oft áður ótrúlega mikið af fallegum förðunum á Golden Globe hátíðinni en auðvitað líka alveg ótrúlega mikið af alveg hrikalegum lúkkum. Ég hef samt ákveðið að vera ekki að fjalla um eitthvað neikvætt hér á síðunni minni (fyrir utan það að mér finnst eiginlega erfitt að segja að eitthvað hafi verið hræðilegt því að það var bara einfaldlega ekki minn smekkur, ekki satt?) En allavega, ég tók fyrir nokkrar hérna fyrir neðan sem að mér þótti alveg einstaklega fallegar… Gaman að vita hvort að þið séuð sammála!

gallery-1483922223-kerry-washingtongallery-1483926248-emily-ratajkowskigallery-1483927770-chrissy-teigenlily-collinsgallery-1483926327-janelle-monaefelicity-jonesgallery-1483927127-issa-raelily-collinsgallery-1483922223-kerry-washingtonfelicity-jones

 

gallery-1483922223-kerry-washington

Kerry Washington
Förðun: Carola Gonzalez
Þetta lúkk finnst mér mjög fallegt, látlaust & alveg í takt við tímann. Hreint & fallegt lúkk um augun, mildur mjúkur eyeliner, maskari & gerviaugnhár voru í algjöru aukahlutverki enda voru varirnar það sem að allir tóku eftir. Þessi fallegi plómutónn fer henni Kerry einstaklega vel en liturinn er blanda af tveimur, Glam Lipstick númer 355 frá D&G annarsvegar & MoistureSmooth Color Stick í litnum Deep Plum frá Neutrogena hinsvegar.

gallery-1483926248-emily-ratajkowski

Emily Ratajkowski
Ratajkowski skartaði nýrri greiðslu, stuttu hári sem að mér finnst mega flott á henni, ég er alveg að fíla stutt hár þessa dagana (& síðustu mánuði) en ég er ennþá sjúkari í þessa förðun. Þessi förðun er í raun það sem er kallað Monochromatic makeup, en þá eru varir & augu algjörlega í stíl, svipað & þegar fólk var að para saman neglur & veski í “denn“ mér finnst þessir hlýju koparappelsínugulu tónar einstaklega flottir á henni & highlightið í miðjunni á vörunum hennar er einstaklega flott.

gallery-1483927770-chrissy-teigen

Chrissi Teigen
Förðun: Mary Phillips
Þessi förðun er algjörlega í stíl við Chrissi að mínu mati, fullkomin húð, látlaus augu með smá “smokey“ effecti oftast í brúnum tónum & svo fallegar varir sem vekja athygli. Þessi litur er einstaklega fallegur við augnlitinn hennar en hann er svokallaður Crimson tónn. Það eru litir sem eru rauð/brún/appelsínugulir sumsé aðeins hlýrri en kaldari, ekki yfir í grábrúnan. Til að ná þessu lúkki notaði Phillips vörur frá Becca en hún notaði ljósan plumper yfir allar varirnar til að fá smá fyllingu, notaði svo varablýant í litnum Nougat yfir allt & loks Beach Tint Lip Shimmer Soufflé í litunum Raspberry & Papaya yfir.

lily-collins

Lily Collins
Förðun: Fiona Stiles
Þetta er klárlega uppáhalds lúkkið mitt af öllum, þó svo að þetta lúkk sé ekki eitthvað sem að ég myndi setja á mig þar sem að þið vitið núna að ég er alls ekki mikið fyrir litaðar varir (aðrar en húðlitar haha) En ég ELSKA ELSKA ELSKA þetta á henni, við kjólinn, við hárið, við litarhaftið þessar augabrúnir! Stiles vildi ná fram möttu púðruðu lúkki á varirnar & notaði til þess L’Absolu Rouge í litnum „Souvenir“ frá Lancome en notaði svo lausapúður frá þeim yfir til að ná réttu áferðinni. Augnskugginn við setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið að mínu mati enda er rautt & bleikt sjaldan parað saman sem ég skil ekki því það er Ó svo fallegt, sérstaklega við þennan gulbrúna augnlit hennar.

gallery-1483926327-janelle-monae

Janelle Monae
Förðun: Jessica Smalls
Þetta lúkk er klassískt eitthvað sem að ég fíla alltaf, glitur & glans í kringum augun, nude varir & mikil augnhár. Þetta fer henni einstaklega vel, augabrúnirnar eru fallega greiddar & akkúrat í trendinu núna. Glossinn er ekki of ljós fyrir hana & þessi glansdoppa undir auganu gerir alveg lúkkið að mínu mati. Smalls notaði bara vörur frá Cover Girl í þessa förðun en augnskuggapallettan heitir TruNaked í litnum Nudes & varaliturinn Colorlicious Lipstick í litnum Delicious. Steinarnir í hárinu gera þetta svo skemmtilega 90’s ég man eftir að hafa átt svona með gormum sem að maður festi í hárinu, þetta er þó líklega eitthvað aðeins meira “posh”..

felicity-jones

Felicity Jones
Förðunin & hárið hjá Jones að þessu sinni er einstaklega flott finnst mér. 60’s með smá modern twist. Hárið & förðunin passar svo fullkomlega saman & blágræni liturinn í augnförðuninni er stórkostlegur með fölbleika litnum í kjólnum hennar. Þetta dregur ótrúlega vel fram augnlitinn hennar & varaliturinn á algjörlega heima þarna við þessa augnförðun. Húðin er látlaus & falleg…

gallery-1483927127-issa-rae

Issa Rae
Förðun: Joanna Simkin
Þessi förðun er ótrúlega falleg & passar vel við viðburðinn, falleg & lýtalaus húð, látlausar varir & smokey augnförðun. Hér er eyeliner smudge-aður aðeins ofan á augnlokin & svo dregin út í ákveðið „cat eye lúkk“ sem er mjög vinsælt fyrir þær sem eru með meiri hring/möndlulaga augu eins & Issa. Þykk & flott augnhár & ljómi á öllum réttu stöðunum. Til að ná fram þessari fallegu áferð á húðina notaði makeupartisinn nokkra dropa af Complete Nourishment olíunni frá Burt’s Bees út í farðann. **p.s. dýrka hárgreiðsluna!!**

……………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TRENDING 2017: Brjálaðar brúnir

Skrifa Innlegg