Ég er mikið spurð út í hárið á mér & hvort að það sé ekki erfitt að gera eitthvað í það eins & liði, krullur, spennur, fléttur & svo framvegis. Þessar spurningar sem vakna hjá fólki gerir það að verkum að það eru margar sem hætta við að klippa sig því að þær halda að það sé svo mikil vinna að viðhalda hárinu þegar það er svona stutt. Ég ætla þess vegna að segja ykkur það sama & ég sagði þeim sem hafa spurt mig, þetta er algjör vitleysa & ég skal segja ykkur afhverju!
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hugsa um hárið á mér eins & eftir að ég klippti það, það varð svo miklu heilbrigðara í fyrsta lagi, í öðru lagi er maður ENGA stund að krulla það þegar það er svona stutt, það er bókstaflega svona 3ja mínútna verk (ég mun sýna ykkur það í myndbandi) & það er svo auðvelt að koma því í góðan gír með því að venja það af því að vera þvegið á hverjum degi sem er svo óhollt fyrir hárið.
Ég hef tamið mér það að þvo hárið mitt þriðja hvern dag ef að aðstæður leyfa, en þá er það mögulega blásið & sléttað með góðri olíu fyrsta daginn, þurrsjampó & krullur daginn eftir, það er meira að segja auðveldara að krulla það þegar það er ekki alveg hreint, svo þvegið á þrjðja degi! Þetta prógram hentar mér ótrúlega vel & ég mæli svo mikið með því að klippa sig, besta ákvörðun sem ég hef tekið & fæ hrós á hverjum degi svo að það var greinilega rétt ákvörðun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem eru mjög plein & auðveldar í framkvæmd fyrir stutt hár.
…………………………………………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg