Þegar ég hef nægan tíma á morgnana og er í stuði, finnst mér ótrúlega gaman að útbúa mér góðan morgunverð.
Í morgun skellti ég í bananapönnukökur sem klikka aldrei og í þetta skipti ákvað ég að skreyta þær með allskonar gúmmelaði. Oftast borða ég þær bara með smjöri og bönunum en þetta var miklu betra!
Bananapönnsur:
1 banani
1 egg
1/2 dl haframjöl
1/2 tsk kanill
smá salt
Ég er með pönnuna á meðalhita og set smá kókosolíu eða íslenskt smjör á hana til að þess að pönnukökurnar festist ekki við og verði meðfærilegri í bakstrinum.
Ég skreytti pönnukökurnar með banana, möndlum, kókosmjöli og döðlusýrópi.
Mæli með….
HDan
Skrifa Innlegg