fbpx

VERTU VELKOMINN ÞRIÐJI ÞRIÐJUNGUR

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Jæja núna eru minna en þrír mánuðir í settan dag, tíminn er búinn að líða hratt en samt hægt – ótrúlegt en satt .. Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar en ég er búin að vera rosalega kvalin af bakverkjum. Verkirnir byrjuðu í kringu 20. viku og voru aðallega í mjóbakinu en svo fóru þeir að dreifa sér. Fyrir rúmum tveimur vikum síðan átti ég erfitt með að standa upprétt og anda eðlilega vegna verkja í kringum herðablöðin. Ég sem betur fer hlustaði á líkamann og leitaði mér aðstoðar, fyrst hjá ljósmóður en sú heimsókn endaði upp á kvennadeild. Ég var send í rannsóknir og að lokum var ég greind með sýkingu í nýrunum, ég var lögð inn á meðgöngu- og sængurlegudeild og var þar í nokkra daga þangað til að mér fór að líða betur. Þetta kenndi mér heldur betur að hlusta á líkamann og gera greinarmun á ‘eðlilegum’ og óeðlilegum verkjum. Litli prinsinn kvartaði aldrei enda spriklaði hann og sýndi sig fyrir læknunum sem komu og skoðuðu mig. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég er því búin að eiga ansi skrautlegar vikur en ég vona að meðgangan haldist drama-frí þangað til að sá litli kemur í heiminn. 🙈

Eins og titillinn gefur til kynna þá erum við stödd á þriðja þriðjung eða third trimester. Ég er komin 28 vikur og þetta verður raunverulegra með hverjum deginum sem líður. Við erum byrjuð á fullu að undirbúa fyrir komu litla gæjans. Við erum komin með rúmið, nóg af fötum og erum að bíða eftir kerru og bílstól. Ég er búin að vera dugleg að kíkja í Barnaloppuna og hef fundið marga gullmola þar, bæði ný og nánast ónotuð falleg ungbarnaföt. Ég mæli tvímælalaust með að gera sér ferð þangað!

Er áhugi fyrir því að fylgjast með hreiðurgerðinni? Ég ætla að vera dugleg að deila bæði hér á Trendnet og á Instagram síðunni minni. Þið getið fylgt mér á Instagram hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝ KÁPA FYRIR VETURINN

Skrifa Innlegg