fbpx

NÝ KÁPA FYRIR VETURINN

NÝTTOUTFITVETUR

Núna er heldur betur byrjað að kólna og þá eru kápurnar og vetraryfirhafnirnar teknar fram. Mig skorti kápur enda er ég búin að selja margar sem mér fannst ég nota lítið og svo passa ekki allar yfirhafnirnar mínar yfir bumbuna. Ég fór því í kápuleit á netinu og var með það hugfast að finna army græna kápu – það er klárlega einn af mínum uppáhalds litum og sérstaklega fyrir haustið og veturinn. Ég vafraði inn á vefverslunina Boozt og datt heldur betur í lukkupottinn en þar fann ég dásamlega kápu á svo góðu verði. Sendingin var komin til landsins eftir fáeina daga og enginn tollur né önnur gjöld eftir komuna til landsins. Mæli með!

Kápa : B.young
Húfa : Hildur Yeoman
Stígvél : JoDis by Andrea Röfn
Sólgleraugu : Tom Ford
Taska : Prada

Er svo hrifin af þessari fallegu kápu, hún er hlý, mátulega síð og fer vel yfir bumbuna. Hún er frá merkinu b.young og ég er handviss um að hún verði notuð mikið í vetur. Ég er nú þegar búin að klæðast henni daglega síðan ég fékk hana í hendurnar. Ég held að það sé ágætis tákn um góða fjárfestingu. 🥰

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ MEÐ CHITOCARE BEAUTY

Skrifa Innlegg