fbpx

VEGAN LASAGNE

UPPSKRIFTIR

Eitt að því sem ég ‘saknaði’ hvað mest eftir að ég hætti að borða kjöt var gúrme lasagne og það er í rauninni alls ekki langt síðan að ég fattaði að það einfaldlega þarf ekki kjöt og ost til þess að það sé gott. Mig langar því að deila með ykkur lasagne uppskrift sem ég hef gert mörgum sinnum eftir að ég flutti til Milano en henni breyti ég léttilega eftir því hvað ég á til í ísskápnum hverju sinnu.
Það sem er svo þægilegt við lasagne gerð er að það er hægt að nota nánast hvaða grænmeti sem er og er því fullkomið að nýta grænmeti sem er að syngja sitt seinasta. Til þess að gera lasagne-að extra matarmikið þá mæli ég með að nota baunir eða sætar kartöflur, eða bæði! Í þetta skipti notaði ég linsubaunir og helling af góðu grænmeti og kryddum.
Uppskriftina finnur þú hér fyrir neðan,

Hráefni
1x stór flaska af passata (einnig hægt að nota 2-3 stóra tómata)
2x laukur
5x hvítlauksrif
5x stórar gulrætur
1x dós linsubaunir
1x lúka steinselja
1x zucchini
9x lasagneplötur
1x ferna vegan bechamel (einnig hægt að gera sína eigin: uppskrift)
1x poki vegan mozzarella (ég notaði vegan parmessan)
auka krydd: salt og pipar, chili flögur, cayenne pipar, origano.

Aðferð
1. Laukur og hvítlaukur skorinn smátt og bætt á pönnu með góðri olíu. Á meðan laukurinn er að steikjast þá leggjum við lasagne plöturnar í bleyti. Muna að leggja þær lárétt og lóðrétt til skiptis svo að þær festist ekki saman.
2. Gulrætur skornar smátt og bætt á pönnuna.
3. Næst er baununum bætt við.
4. Bætum við tómötunum sem er í þetta skipti passata á pönnuna ásamt steinseljunni og leyfum þessu að malla saman í amk 10 mínútur við lágan hita. Bætum við auka kryddum (salt og pipar, chili flögum, cayenne og origano – magn eftir smekk)
5. Núna er komið að því að raða í lasagne hæðarnar. Grunnlagið er alltaf tómat-grænmetisblandan sem við erum búin að búa til, síðan raðaði ég zucchini og lagði þrjár lasagne plötur yfir. Svo sletti ég smá af bechamel sósunni og mozarella á plöturnar og byrjaði svo aftur á skrefi eitt. Ég náði að gera þrjár hæðir koll af kolli, tómatblanda – zucchini – lasagne plötur – bechamel – mozarella. Passið að enda alltaf á tómatblöndu og mozarella, annars er hætta á að plöturnar brenni.
(Ég átti ekki til vegan mozarella svo að ég notaði vegan parmessan sem smakkaðist alveg jafn vel en með mozarella verður rétturinn meira djúsí.)
6. Rétturinn fer svo inní ofn við 180°C í 35-40 mínútur.

Bechamel sósan og parmesan osturinn sem ég notaði, bæði vegan!
Leyfum grænmetinu að malla vel og lengi
Fyrsta lagið er alltaf grænmetisblandanFullkominn réttur með heimagerðu hvítlauksbrauði og góðu salati.

Namm namm namm !! Ég mæli tvímælalaust með þessum einfalda lasagne rétti.

Buon appetito,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

TOPP 6 MASKAR

Skrifa Innlegg