fbpx

TOPP 6 MASKAR

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐASAMSTARF

Húðin er okkar stærsta líffæri og ber okkur skylda til þess að hugsa vel um hana. Ég tek mér góðan tíma bæði á morgnana og kvöldin og þríf húðina mína vel og undirbý hana fyrir daginn / nóttina. Mikilvægt skref í húðumhirðu eru góðir andlitsmaskar og lifum við svo lukkulega að í dag eru í boði óteljandi maskar frá mismunandi merkjum. Ef ég væri að fara að kaupa minn fyrsta maska í dag þá yrði ég alveg ringluð og myndi líklegast ekki hafa hugmynd um hvaða maska ég ætti að velja fyrir mína húð. Því hef ég ákveðið að deila hér með ykkur mínum 6 uppáhalds möskum. Ég hef verið að nota þá alla í dágóðan tíma og er mjög ánægð með þá alla.


British Rose Fresh Plumping Mask frá The Body Shop.
Þennan hef ég hef haldið uppá í mörg ár.
Hann frískar uppá andlitið og skilur húðina eftir vel nærða, ljómandi og ferska.
Maskinn er vegan og inniheldur rósablöð, rósakjarna, rósaberjaolíu og lífrænt aloe vera.
Fæst í : The Body Shop


Yfirnáttúrulegur djúphreinsi maski frá Ástralska merkinu Eco by Sonya.
Hann inniheldur lífrænt grænmeti þ.e. sellerí, spínat, spirulínu og chiafræ ásamt grænum leir og er því stútfullur af vítamínum og andoxunarefnum sem stuðlar að heilbrigðari húð. Ég sá þvílíkan mun á húðinni minni eftir að hafa prófað þennan maska í fyrsta skipti. Það er mikil virkni í honum svo ekki láta ykkur bregða ef húðin verður smá rjóð og viðkvæm eftir fyrstu skiptin. Þetta er einn besti hreinsimaski sem ég hef prófað, hann djúphreinsar og nærir húðina á sama tíma.
Fæst í : Maí 


Burt’s Bees, Intense Hydration.
Frábær rakamaski sem ég nota oft á næturnar.
Þessi maski er fullkominn yfir vetrartímann þegar húðin er þurr og vantar aukinn raka.
Fæst í: Hagkaup


Ginzing peel off maski frá Origins.
Þessi peel off maski er stútfullur af koffíni frá kaffibaunum og ginseng rót.
Hann tekur burt dauða húð og óhreinindi og skilur húðina eftir hreina og geislandi.
Fæst í : Hagkaup


Sýrumaski frá The Ordinary.
Þessi maski er  hannaður til þess að láta húðina endurnýja sig, jafnar áferð hennar og skilur hana eftir geislandi og fallega.
Eins og í maskanum frá Eco By Sonya þá er einnig mikil virkni í þessum maska svo ekki láta ykkur bregða ef þið verðið smá rauð – það er bara sýran að vinna sína vinnu! Þar sem að þessi maski er gerður úr sýrum þá er mjög mikilvægt að muna að nota sólarvörn daginn eftir að varan er notuð, hvort sem að um sólríkan dag sé að ræða eða ekki.
Fæst í : Maí


Seinast en ekki síst, Clear Improvement frá Origins.
Hann inniheldur kol og hunang sem stuðlar að hreinni og næringaríkri húð.
Þessi maski er í rauninni eins og ‘detox’ fyrir húðina,
hann djúphreinsir hana og kemur í leiðinni í veg fyrir dýpri myndun svitahola.
Fæst í : Hagkaup

Gleðilega húðumhirðu!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SÍÐUSTU DAGAR Í MÁLI OG MYNDUM

Skrifa Innlegg