fbpx

SÍÐUSTU DAGAR Í MÁLI OG MYNDUM

MILANO

Ég er loksins komin til Milano og komin með litlu Emmu mína í fangið. Við vorum búnar að vera aðskildar í rúman mánuð sem er mjög langur tími fyrir okkur ‘mæðgur’. Það er gott að vera komin í hálfgerða rútínu aftur og hlakka ég til að takast á við hversdagslífið hér í stórborginni. Ég á bara nokkra mánuði eftir í Milano og ætla ég því að njóta lífsins hér á meðan ég get. Þessi tími kemur ekki aftur og eru það mikil forréttindi að fá að búa erlendis, kynnast nýrri menningu og  stunda nám. Svo tekur einhvað allt annað við þegar ég flyt heim – meira um það síðar, það er ennþá smá óljóst ;)
Ég hef verið að gera fátt spennandi síðustu daga fyrir utan að koma mér fyrir í íbúðinni minni og reyna að halda henni heitri, Ítalinn fær ekki hæstu einkunn fyrir að hita upp húsin sín ..
Milano Fashion Week Mens F/W 2020 er að tröllríða borginni og hef ég verið að spotta þekktar karlkyns fyrirsætur á götum borgarinnar. Ég elska að sjá hvað borgin umturnast og er ég vægast sagt spennt fyrir tískuvikunni í næsta mánuði. Vonandi fer ég á einhverja skemmtilega viðburði og get deilt þeim með ykkur.

Hér koma myndir frá síðustu dögum –

Ég fékk mér þessa fallegu túlípana hjá blómamanninum á horninu ;)

Það er kalt í Milano þessa stundina og er því mikilvægt að layera.
Stuttermabolur : Victoria Beckham
Síðermabolur : Monki

Ég kynntist reformer pilates í fyrra og er gjörsamlega húkt !
Ég ætla að koma því í æfingarútínuna mína að fara í pilates 2x í viku,
árangurinn er vægast sagt ótrúlegur eftir nokkrar vikur. Vöðvarnir lengjast og styrkjast. 

Sólargeislinn minn hún Emma, hún á hug minn og hjarta. 

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝTT ÁR, NÝR KAFLI

Skrifa Innlegg