fbpx

ÚTSKRIFTARKJÓLAR // ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Jæja þá er loksins komið að því, aðeins nokkrar vikur í langþráða útskriftarveislu. Ég átti upprunalega að útskrifast frá Istituto Marangoni í júní en athöfnin mun ekki vera fyrr en í byrjun haust. Ég hef því ákveðið að taka forskot á sæluna og bjóða í veislu rúmum tvemur mánuðum fyrir athöfnina sjálfa. Æ, mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli að ég haldi ekki veislu beint eftir athöfn. Aftur á móti finnst mér það mikilvægt að halda uppá þennan stóra áfanga með mínum nánustu!
Seinasta haust keypti ég mér dásamlegan kjól í Spúútnik fyrir útskriftina og mun ég vera í honum við athöfnina. Mig langar samt sem áður að vera í öðrum kjól í veislunni sem er núna í lok júlí. Ég hef verið að skoða kjóla og ég er ekki frá því að ég sé komin langleiðina með leitina. Ég hef tekið saman topp 4 af kjólum sem ég væri til í að klæðast í veislunni.

Ég er að hallast að bláu dásemdinni frá Stine Goya, hann er líka á útsölu .. hvað finnst ykkur? Annars finnst mér þeir allir æðislegir og svo fallegir fyrir sumarið .. og haustið .. og veturinn? ;)

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HELGIN MÍN

Skrifa Innlegg