fbpx

HELGIN MÍN

ÍSLANDPERSÓNULEGTSJÁLFSVINNA

Ég átti dásamlega helgi með Atla og fjölskyldu hans. Við buðum í brunch, fórum í fimmtugsafmæli og enduðum svo helgina á að ganga Móskarðshnjúka og Laufskörð. Mig langar að deila með ykkur myndum sem ég tók um helgina, ég tók nánast engar myndir á laugardaginn en þið fáið í staðinn að sjá dásamlegar landslagsmyndir frá fallegasta landi í heimi, Íslandinu okkar.

Laugardagur
Ég klæddist kjól frá Ganni og skóm frá Zara. 

Sunnudagur
Við Atli höfum ætlað að ganga Móskarðshnjúka í dágóðan tíma og ákváðum að nýta góða veðrið á sunnudaginn. Við gengum báða hnjúkana og Laufskörð í dásamlegu veðri, umkringd fallegri náttúru. Ég var mjög stressuð fyrir þessari göngu en ég hef ekki farið í fjallgöngu í nokkur ár. Ég er ekki í góðu gönguformi og er enn að jafna mig eftir álagsveikindi og var því ekki í besta ástandi í heimi. Þessi ganga var samt sem áður ótrúlega góður undirbúningur fyrir Laugarveginn, hann mun ég ganga seinna í sumar. Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér en ég deildi smá texta á Instagram sem mig langar að deila með ykkur.

Þetta snýst allt um hugarfar, hvernig við hugsum kemur okkur uppá topp. Þetta á ekki einungis við um fjallgöngur heldur öll þau verkefni sem okkur eru gefin í gegnum lífið. Reynum að vera jákvæð, líka í erfiðum aðstæðum sem taka á bæði andlega og líkamlega.Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LOKASKIL OG ANDLEG UPPGJÖF

Skrifa Innlegg