fbpx

TUSCANY

ITALYLÍFIÐSUMMERTUSCANY

Jæja þá er ég komin heim til Milano eftir æðislega daga á flakki, fyrst til Sikileyjar og svo í sveitina í Tuscany. Þetta eru búnar að vera yndislegar tvær vikur og algjörlega ómissandi að fá að eyða tíma með fjölskyldunni. Það sem ég er þakklát fyrir þau, heilsuna og lífið – ég þarf að vera dugleg að minna mig á hversu heppin ég er.

En að Tuscany ævintýrinu ..
Frá Sikiley flugum við til Bologna og keyrðum þaðan í rúma 3klst í Tuscany héraðið, húsið sem ég var búin að leigja var í þorpinu Gailoe in Chianti. Við að sjálfsögðu viltumst þvílíkt þar sem að húsið var ekki merkt á korti, né vegurinn sem liggur að því. En að lokum fundum við það og við okkur blasti þvílík náttúrufegurð. Það var staðsett í miðjum skóginum, umkringt náttúru, fuglum, fegurð og ró. Það er eitthvað við að vera ‘in middle of nowhere’ í náttúrunni og að heyra einungis í fuglunum syngja, vá hvað það er róandi – enda held ég að ég sé orðin eins zen og hægt er .. eða allavega nálægt því!
Flesta dagana byrjuðum við daginn við sundlaugina og lágum þar í mikilli leti. Eftir hádegi nýttum við eftirmiðdaginn í skoðunarferðir og heimsóttum við marga skemmtilega staði. Við fórum bæði í Prada outlet sem ég sagði ykkur frá hér og risa outlet sem heitir ‘The Mall’ og fyrir utan Flórens. The Mall er meira eins og lítið þorp með öllum þeim luxury merkjum sem hægt er að hugsa sér. Við fórum í bæinn Castellina in Chianti sem er yndislegur lítill bær í Tuscany héraðinu. Þar er mikið af sætum veitingastöðum, litlum búðum og almenn rólegheit yfir öllu og öllum. Einnig gerðum við okkur ferð til Lucca en margir kannast nú við þá borg. Ég var mjög hrifin af borginni en náði ekki að skoða eins mikið og ég vildi vegna mikils hita – að rölta í borg og reyna að njóta í 40° gráðum er fljótara sagt en gert.
Það sem stóð uppúr hjá mér í ferðinni var þegar við fórum í vín og ólífuolíusmökkun hjá víngerðinni Cantalici sem var í 15 mínútna keyrslu frá húsinu okkar. Þar smakkaði fjölskyldan allskonar vín en þar sem að ég drekk ekki þá var ég spenntust yfir ólífuolíunni, enda er ég mikill olíu unnandi og hefur það áhugamál þróast mikið eftir að ég flutti til Ítalíu.
Við vorum dugleg að nýta flottu eldhúsaðstöðuna sem húsið bauð uppá en við fórum einnig oft á litla sæta veitingastaði sem voru í kring í sveitinni, umhverfið var draumi líkast og maturinn ekki síðri.
En jæja nóg af blaðri, ég ætla að leyfa myndunum hér að neðan að tala sínu máli!




 

Yndislegir dagar í Tuscany og minningar sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. 

Kveðjur frá Milano,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

NEW IN // PRADA LOAFERS Á HÁLFVIRÐI

Skrifa Innlegg