fbpx

NEW IN // PRADA LOAFERS Á HÁLFVIRÐI

Mig langar að deila með ykkur góðum kaupum sem ég gerði í Prada outletti hér í Tuscany héraðinu. Við fjölskyldan gerðum okkur ferð í risastórt Prada outlet og sáum sko aldeilis ekki eftir þeirri ákvörðun. Ég er búin að vera að leita mér að fínum leður loafers sem hægt er að nota við allt og til allra hamingju fann ég fullkomið par! Þeir eru svartir leður loafers og passa við bókstaflega allt hvort sem það er við buxur, pils, kjóla eða dragtir – algjört must í öll skósöfn að mínu mati. Ekki nóg með að hafa fundið fullkomið par þá voru þeir líka seinasta parið og á hálfvirði!! Ég tók því að sjálfsögðu sem merki að ég yrði að taka þá.. Þvílíkt og annað eins sem maður er stundum heppin!

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli en mamma mín og systir fengu sér einnig skó frá Prada og fékk ég leyfi frá þeim til þess að sýna ykkur þá. Mér finnst þeir allir mjög fallegir og mikið notagildi í þeim.


Skórnir sem að mamma og systir mín fengu sér


Og mínir!

Ég er ekkert smá ánægð með þessi kaup og hlakka til að deila með ykkur outfit færslum!

Kveðjur frá Tuscany,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

Sicilia

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1