fbpx

ÞAKKLÆTI

Það er fallegur boðskapur sem fylgir mörgum af þessum áskorunum sem þið hafið líklega tekið eftir á samfélagsmiðlum. Ein af þeim snýst um þakklæti. Ég hef lengi skrifað í þakklætisdagbók þar sem að ég rifja upp á hverjum degi fyrir hvað ég er þakklát á þeim tíma. Sú æfing kemur mér niður á jörðina og svoleiðis iðka ég nútvitund. Ég mæli með fyrir alla að skrifa niður á blað hvað þið eruð þakklát fyrir, það skiptir ekki máli hvað það er heldur hvað kemur upp efst í huga ykkar. Lítið eða stórt, það má vera hvað sem er. Fólkið ykkar, þið sjálf, veðrið, hundurinn ykkar, matur, náttúran, Ísland .. og svo áfram mætti telja.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvað ég deildi með Instagram fylgjendum mínum í morgun –


Iðkum núvitund og komum okkur niður á jörðina, tökum einn dag í einu og hugsum ekki of mikið fram í tímann. Núna er komið að ykkur elsku Trendnet lesendur. Fyrir hvað ert þú þakklát/-ur í dag?

Ég sendi góða strauma til ykkar allra,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM : ALLT LEOPARD FRÁ GANNI

Skrifa Innlegg