fbpx

Á ÓSKALISTANUM : ALLT LEOPARD FRÁ GANNI

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Það er fátt hægt að gera um þessar mundir annað en að glápa á sjónvarpið, vafra um á netinu og njóta þess að vera í huggulegheitum. Svoleiðis hafa seinustu dagar verið hjá mér og ég verð að viðurkenna, mér finnst það alls ekki hræðilegt.. á meðan ég er ekki ein þá er ég glöð. Á netvafri mínu lenti ég inná vefsíðuna hjá Ganni og við mér blasti vægast sagt fegurð, leopard fegurð – sem ég að sjálfsögðu kolféll fyrir. Ég má því til með að deila nokkrum vörum með ykkur sem ég væri alveg til í að eignast fyrir vorið. Kjólar, pils, skyrtur, bolir og regnjakki (!!) í leopard – mamma mia !! Mig langar ..


A girl can dream .. 

Mér finnst þessar flíkur alveg trylltar, sérstaklega regnjakkinn – fullkominn fyrir íslenska vorið og mögulega útilegur í sumar?

Ég vona að þið séuð öll að taka því rólega innan dyra með ykkar nánustu, ekki gleyma að huga að andlegu heilsunni – hún á það til að gleymast. Ég skrifaði um cacao og kom inná andlegu hliðina í seinustu færslu frá mér en þið getið lesið hana hér.

Knús í gegnum skjáinn x,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

CACAO, ÁVINNINGUR OG UPPSKRIFT

Skrifa Innlegg