fbpx

TEDx REYKJAVÍK

ANNA MÆLIR MEÐ

TEDx Reykjavík fagnar 10 ára afmæli sínu nk. sunnudag, 13. október. Í tilefni þess verður haldin viðburður með þemanu
‘Breyttir tímar’. Helstu frumkvöðlar og hugsuðir landsins munu stíga á svið ásamt erlendum ræðumönnum og munu þau deila hugmyndum sínum að betra umhverfi og bættri framtíð til áhorfenda.

Sjálf er ég að koma til landsins um helgina og var svo heppin að fá miða á viðburðinn sem fer fram í Háskólabíó frá kl 10 til 15. Ég er mjög spennt að fá tækifærið til þess að hlusta á þessa frábæru ræðumenn sem eru svo sannarlega fjölbreyttir og munu þau hvert og eitt fjalla um mikilvæg málefni.

Ræðumennirnir sem við munum heyra frá á TEDxReykjavík eru:

Edda Björgvinsdóttir – Humour and Happiness – A Dead Serious Matter
Eunsan Huh – Illustrating Language: Iceland in Icons
Guðjón Már Guðjónsson – Building Purpose-driven Businesses
Hafdís Hanna Ægisdóttir – Training Leaders to Restore a Planet in Crisis
Logan Lee Sigurðsson – Human Trafficking: Our Community, Our Problem
Michelle Spinei – Can Adventure Travel Change You?
Sigursteinn Róbert Másson – Making Manic Depression My Strength
Tanit Karolys – My Burnout Success Story – How Changing Your Thoughts Can Change Your Life
Vanda Sigurgeirsdóttir – Kids With Kids
Ýmir Vigfússon – You Should Learn How To Hack

 

Kaupið miða á TEDxReykjavík hér

Hvar : Háskólabíó
Hvenær : Sunnudaginn 13. október 
Klukkan hvað : Frá kl. 10.00 – 15.00

Reykjavík Street Food mun sjá um hádegisverðinn en hann er innifalinn í miðaverðinu!
Ég mæli með að fjárfesta í miða og svo sjáumst við á sunnudaginn :)

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

HÚÐRÚTÍNAN MÍN

Skrifa Innlegg