fbpx

SÍÐBÚIN AFMÆLISFÆRSLA

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Hér kemur síðbúin afmælisfærsla en ég átti afmæli sl. mánudag. Ég er mikil afmæliskona og finnst fátt skemmtilegra en að eiga afmæli. Dagurinn var yndislegur í alla staði en ég fékk góða áminningu um hvað ég er heppin með fólkið í kringum mig. Það er svo gott að finna fyrir mikilli ást í kringum sig og það að fólk taki sér tíma frá lífi sínu til þess að senda manni afmæliskveðju er einfaldlega dásamlegt. Mér fannst ansi magnað að fatta að þetta væri síðasti afmælisdagurinn minn barnlaus þar sem að litli prinsinn minn er væntanlegur eftir rúmar 7 vikur. Ég ákvað því að fara tvisvar út að borða með vel völdnu fólki og svo naut ég þess að vera ein að dúlla mér, sem verður mögulega smá erfitt þegar sá litli mætir á svæðið. Ég tók ekki margar myndir frá deginum heldur reyndi ég að njóta með mínum nánustu en það fengu nokkrar myndir að prýða Instagram feedið sem ég ætla að fá að deila með ykkur.

Kjóll : Baum und Pferdgarten
Pels : Monki
Taska : Prada

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

UPPÁHALDS OUTFIT ÞESSA DAGANA

Skrifa Innlegg