fbpx

SEINUSTU DAGAR

MILANO

Seinustu dagar hafa verið ótrúlega skrýtnir. Ég hef verið að pakka búslóðinni niður, vinna í lokaritgerðinni minni, hugsa um Emmu mína og sótthreinsa allt sem ég snerti. Skrýtnir tímar .. Við Emma erum allavega mjög spenntar að flytja til Íslands og koma okkur fyrir í Vesturbænum hjá Atla okkar.
Mig langar að deila með ykkur myndum frá seinustu dögum, það eina sem við höfum verið að gera er að dúlla okkur heima við og fara út að labba með Emmu litlu. Garðarnir eru loksins opnir og við megum því fara með Emmu í garðinn okkar sem er aðeins nokkrum skrefum frá íbúðinni okkar.

Kaffi og knús frá Emmu, þá er ég sátt

    

Júlía og Emma

Prinsessan mín

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SAMEINAÐAR EFTIR TÍU VIKNA AÐSKILNAÐ

Skrifa Innlegg