fbpx

SAMEINAÐAR EFTIR TÍU VIKNA AÐSKILNAÐ

MILANO

Ég held að ég hafi aldrei verið jafn glöð, í fyrradag var nefnilega þungu fargi af mér létt. Ég komst loksins til borgarinnar minnar, Milano eftir að hafa verið föst á Íslandi í 10 vikur sem væri að sjálfsögðu ekkert vandamál nema að hundurinn minn hún Emma var eftir á Ítalíu. Eins og þið vitið líklega þá er það hægara sagt en gert að koma með hund til landsins og krefst þess mikils undirbúnings. Ég var því ekki búin að sjá Emmu mína í 10 vikur, þetta var svo erfitt – hundaeigendur þið skiljið .. Við erum litlar mæðgur, hún eltir mig útum allt og vill bara vera í fanginu mínu öllum stundum. Besta tilfinning í heimi að vera svona elskuð, skilyrðislaust. Ég deildi myndbandi á IGTV af því þegar ég fékk Emmuna mína í fangið, ég fékk ótrúlegar undirtektir – fylgjendur mínir voru greinilega að elska að sjá þetta moment og ég veit að ansi margir féngu rykkorn í augað ;)

Þið getið séð myndbandið hér:

Næstu dagar munu snúast um að undirbúa flutning til Íslands, loksins. Hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum okkar sem samanstóð af dýralæknaheimsókn og matarleiðangri. Við megum fara í garðinn okkar og gera það sem er nauðsynlegt.
Kjóll – ZARA , taska – MANGO , skór – TOMS.


Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

CHITOCARE GEFUR GJAFIR TIL GJÖRGÆSLUDEILDAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  6. May 2020

  Yndislegar!! <3333

  • Anna Bergmann

   6. May 2020

   knús <3 <3