fbpx

CHITOCARE GEFUR GJAFIR TIL GJÖRGÆSLUDEILDAR

ÍSLAND

Ég má til með að deila með ykkur góðverki sem fyrirtækið Primex gerði fyrr í mánuðinum en þau gáfu gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og heilbrigðisstarfsfólki í Fjallabyggð vörur frá ChitoCare medical. Ég deildi með ykkur húðvörum sem ég fékk að gjöf frá ChitoCare og nota ég þær daglega, þið getið lesið færsluna hér.
Eins og ég minntist á hér að ofan þá fékk gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og heilbrigðisstarfsfólk í Fjallabyggð gjafir frá ChitoCare medical. Gjafirnar innihéldu græðandi sprey sem myndar filmu yfir húðina og verndar hana sem er dásamlegt fyrir þurra húð og svo handáburðinn frá ChitoCare, þann sama og ég nota daglega á hendur og fætur. Fullkomið combo fyrir þurrar hendur sem vinna mikið og eru sótthreinsaðar oft á dag. Þið getið lesið ykkur betur til um vörurnar á heimasíðu ChitoCare hér.


Myndirnar fékk ég af Facebook síðu Primex

Ég er ótrúlega stolt að vinna með svona frábæru fyrirtæki sem gefur frá sér á erfiðum tímum sem þessum.
Húrra fyrir Primex og ChitoCare !

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

 

ANDLITSSÓLARVÖRNIN SEM ÉG NOTA DAGLEGA

Skrifa Innlegg