fbpx

ANDLITSSÓLARVÖRNIN SEM ÉG NOTA DAGLEGA

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐA

Ég má til með að deila með ykkur minni uppáhalds sólarvörn. Ég nota hana á hverjum einasta degi, hvort sem um er að ræða vetur eða sumar. Við þurfum alltaf að verja húðina okkar, sólin skín í gegnum skýin og er húðin því alltaf í hættu að fá á sig hættulega geisla. Ég hafði lengi leitað að sólarvörn sem hentaði húðinni minni og var ekki klístruð, æ þið vitið hvað ég meina – sólarvörn getur verið svo klístruð og gert húðina mjög glansandi. Mér var ráðlagt að skoða vörurnar frá Paula’s Choice og þá sérstaklega andlitssólarvörnina frá merkinu. Vörurnar eru cruelty free, ilmefna fríar og leggur fyrirtækið uppúr því að vera ávallt meðvituð um umhverfið. Ég keypti mér ‘Super light wrinkle defense SPF 30’ frá Paula’s Choice í haust og hef ég notað vöruna á hverjum degi síðan. Vörnin er með smá ‘tinti’ sem aðlagast að húðlitnum og verður húðin því ljómandi og falleg. Ef það er einhver vara sem ég myndi mæla með fyrir daglega notkun þá er það andlitssólarvörn, það er svo mikilvægt að verja húðina okkar gegn öllum þeim geislum og óhreinindum í umhverfinu.

Super-light daily wrinkle defense frá Paula’s Choice. Vörurnar frá Paula’s Choice fást í Fotia en ég pantaði vöruna á netinu af vefsíðu Paula’s Choice.
Ég hvet alla lesendur til þess að byrja að nota sólarvörn á hverjum degi, áfram heilbrigð og ljómandi húð !!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝTT Í FATASKÁPNUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    28. April 2020

    Takk fyrir þetta góða tips. Er einmitt að leita mér að sólavörn sem hentar í andlitið allt árið um kring.