fbpx

NÝTT Í FATASKÁPNUM

NÝTT

Núna er ég búin að vera á Íslandi í tvo mánuði. Ég fór frá heimili mínu í Milano í miklu flýti, pakkaði einungis í eina tösku með það í huga að ég kæmi líklega til baka eftir nokkrar vikur. Núna eru vikurnar orðnar 8 talsins og er það ansi erfitt, og þá sérstaklega þar sem að hundurinn minn hún Emma er búin að vera á hundaleikskóla allar þessar vikur – Ég er samt sem áður óendanlega þakklát fyrir hvað fólkið þar er yndislegt. Þar eru Emma og hinir hundarnir í forgangi og það er hugsað vel um þau. Ég fæ sent myndband á hverju kvöldi frá deginum þeirra og þar leikur Emma sér mest allra, hún hleypur um í sólinni með hinum litlu hundunum. Mjög fallegt og gott fyrir hjartað að fá svona fallegt sent. En ég ætlaði nú ekki að láta þessa færslu snúast um hundinn minn heldur langaði mig að deila með ykkur kaupum sem ég gerði. Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá pakkaði ég einungis í eina tösku þegar ég kom til Íslands, ég er því meira og minna búin að vera í sömu fötum í 2 mánuði. Sem er nú alls ekki stærsta vandamál í heimi en það getur verið þreytandi að vera sífellt á náttfötunum. Mig fór að vanta þæginleg föt og þykkar peysur fyrir íslensku veðráttuna, ég gerði mér því ferð á .. asos.com. Ég vil samt sem áður minna alla á að vera meðvituð þegar kemur að fatakaupum. Mín voru nauðsynleg þar sem að mig sárvantaði föt og sé ég mikið notagildi í öllum flíkunum sem ég keypti.

Það fyrsta á óskalistanum var þæginlegur joggingkalli og hann fann ég svo sannarlega á Asos.
Grár með þægindi í fyrirrúmi. Ég hef varla farið úr þessum galla, er það ánægð með hann

Tveir stuttermabolir, báðir frá Weekday. Asos býður uppá fjöldan allra af merkjum og þ.á.m merkið Weekday. Ég sé mikil not í þessum bolum, hægt að raða saman við allt – joggingbuxur, gallabuxur, pils, dragtarbuxur, undir kjóla ..

Æðisleg þunn peysa frá merkinu Noisy May.

Þessi peysa sló algjörlega í gegn. Hún er frá Vila og er dásamleg.

Finnst ykkur skemmtilegt að lesa frá fatakaupum? Endilega gefið mér feedback með því að ýta á ‘like’ eða skrifa undir færsluna hér fyrir neðan !

Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝTT ÍSLENSKT HÚÐVÖRUMERKI Á MARKAÐ: CHITOCARE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Anna Bergmann

      22. April 2020

      Ó já heldur betur !