fbpx

RÖLT Í MIÐBÆNUM : OUTFIT

OUTFITREYKJAVÍKTÍSKA

Ég, Emma og strákarnir mínir gerðum okkur góðan dag á laugardaginn. Við fórum í miðbæinn og röltuðum um og enduðum á svo huggulegu kaffihúsi sem leyfir hunda 🐶, mér til mikillar gleði. Það er alltof lítið um staði sem leyfa ekki hunda hérna í Reykjavík, við Emma erum vanar því að vera saman öllum stundum en hún kom með mér allt þegar við bjuggum í Milano. Við verðum því mjög glaðar þegar við kynnumst stöðum þar sem ferfætlingar eru velkomnir. Kaffihúsið sem við fórum á heitir Kaktus Espressobar og er staðsett á Vitastíg. Ég mæli eindregið með að gera sér ferð á þetta huggulega kaffihús, ég mun allavega klárlega vera fastagestur með Emmu minni.

Leðurjakki : All Saints
Prjóna vesti : Zara
Skyrta undir : Polo Ralph Lauren
Gallabuxur : Weekday
Skór : Jodis by Andrea Röfn
Húfa : Hildur Yeoman
Trefill : Acne Studios
Taska : Prada

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝ VARA : SERUM FRÁ CHITOCARE BEAUTY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Tinna

    15. April 2021

    Gott að vita hvar hundar eru velkomnir :) Ef það eru fleiri kaffihús sem þú veist u sem leyfa þetta þá máttu endilega deila því líka ;)