fbpx

PUMPKIN LJÓS Í JÓLAGJÖF TIL ÞÍN? // GJAFALEIKUR

GJAFALEIKURHEIMASAMSTARF

Eins og þið sem fylgið mér vitið þá er ég búin að vera í samstarfi við Lýsingu og Hönnun en þau hafa hjálpað mér að velja rétt ljós inní íbúðina okkar Atla og við erum svo ánægð með útkomuna. Ég er búin að deila með ykkur bæði ljósunum á neðri hæðinni og núna nýverið á efri hæðinni. Ég er í skýjunum með þetta samstarf og mun hér með alltaf fá aðstoð frá fagmönnum eins og frá Lýsingu og Hönnun þegar kemur að lýsingu. En við vildum gera eitthvað skemmtilegt fyrir fylgjendur okkar og ákváðum við því að halda gjafaleik á minni Instagram síðu en þar getið þið unnið vinsæla pumpkin ljósið frá Lýsingu og Hönnun. Ég er sjálf með pumpkin inní stofu og ég elska það, ljósið setur punktinn yfir i-ið og gefur frá sér dásamlega og mjúka lýsingu. Það er hægt að nota ljósið bæði sem loft- og veggljós sem er algjör plús.

Þið getið tekið þátt á Instagram síðu minni  HÉR

Fallega ljós .. kannski í jólagjöf til þín frá mér og Lýsingu og Hönnun?

Gangi ykkur vel!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LOKSINS!

Skrifa Innlegg