fbpx

LJÓSIN HEIMA // EFRI HÆÐIN

HEIMASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lýsingu og Hönnun

Jæja það er löngu orðið tímabært að ég deili með ykkur ljósunum á efri hæðinni eins og ég lofaði ykkur lesendum í sumar, en þið getið séð neðri hæðina hér. Ég er í samstarfi við Lýsingu og Hönnun en þar fékk ég persónulega aðstoð varðandi mikilvægar ákvarðanir heima við. Efri hæðin hjá okkur er flóknari þegar kemur að ljósaákvörðunum þar sem að við erum undir súð, sem mér finnst reyndar dásamlegt – súðin gerir rýmið rómantískara finnst mér. Ég ætla að deila með ykkur þeim ljósum sem við fengum okkur á efri hæðina.

LEANNE
Við erum með þessi ljós meðfram báðum stigunum í íbúðinni. Það er ótrúlegt hvað þessi fallegu ljós gera mikið fyrir þetta rými sem var fyrir mjög dimmt og óspennandi.

XYRUS
Við erum með Xyrus kastarana bæði hér í ‘lounge-inu’ eins og ég vil kalla þetta rými og barnaherberginu sem ég tók ekki mynd af. En í barnaherberginu er tvöfaldur Xyrus kastari.

JANY
Við fengum svo þennan dásamlega fallega borðlampa, hann er nýkominn til þeirra í Lýsingu og Hönnun. Ég er svo ánægð með hann en fyrir algjöra tilviljun átti ég kertastjaka frá Ilvu sem passaði svona vel við. Mér finnst þessi borðlampi gera mikið fyrir rýmið þrátt fyrir að vera lítill.

 

WOLFRAM
Svefnherbergið okkar Atla. Við völdum okkur Wolfram inní herbergið en eins og þið sjáið þá erum við undir súð, því er bæði snúið að velja rétt ljós og að mynda herbergið svo að ég biðst afsökunar ef myndirnar eru ekki nægilega góðar. Við máluðum herbergið í sumar og ég er vægast sagt ánægð með útkomuna, herbergið er mýkra og notalegra fyrir vikið. Við mátuðum nokkur ljós inní herbergið en Wolfram kom lang best út, er ótrúlega ánægð með það og hvað það gerir mikið fyrir svefnherbergið.

GOSSE
Við komum bara einu náttborði inní svefnherbergið svo að mig langaði að fá fallegan lampa á það sem myndi lýsa upp súðina. Fyrir valinu var Gosse í stærri gerðinni, dásamlega fallegur lampi sem ég er svo skotin í. Hann gerir svo mikið fyrir rýmið og lýsingin af honum er svo mjúk og góð.

Ég mæli innilega með að gera sér ferð í Lýsingu og Hönnun, þau eru fagmenn fram í fingurgóma og vita uppá hár hvaða ljós hentar hverju rými. Ég og Lýsing og Hönnun ætlum að gera eitthvað spennandi saman fljótlega, stay tuned.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

PRJÓNAPEYSUR Í VETUR : ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg