fbpx

PRJÓNAPEYSUR Í VETUR : ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUM

Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að velja mér hlýja prjónapeysu til þess að vera í, þetta hefur orðið að ákveðinni hefð seinustu vikur. Ég er orðin vön því að hafa það huggulegt heima fyrir og mér finnst það eiginlega bara ótrúlega næs, það hefur kennt mér að koma mér niður á jörðina og virkilega meta litlu hlutina. Eins erfitt og þetta ástand er þá held ég að við verðum að reyna að líta á björtu hliðarnar og reyna að gera eins gott úr þessu og hægt er. Ég ætla t.d. að setja upp jólaljós um helgina og byrja að jólast aðeins, ég er auðvitað löngu byrjuð að hlusta á jólalög og byrjuð að borða piparkökur. Ég held að við þurfum öll smá tilhlökkun í lífið okkar og því mæli ég með að byrja að huga að jólunum, þótt það sé bara að skoða gamalt jóladót og hlusta á jólalög, kannski með kakóbolla í annarri og piparkökur í hinni.

Ég ætla að deila með ykkur fallegum prjónapeysum sem eru á óskalistanum hjá mér. Þær eru fullkomnar fyrir komandi vikur, kulda og huggulegheit ..

Mads Nørgaard


Mads Nørgaard

ZARA

ZARA

& Other Stories


Libertine Libertine

Ég vona að þið njótið helgarinnar x
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

EMMA ER 2JA ÁRA Í DAG

Skrifa Innlegg