fbpx

EMMA ER 2JA ÁRA Í DAG

EMMALÍFIÐ

Þið sem eruð að fylgja mér ættuð að vita hver Emma er, en ef ekki þá er það hundurinn minn – ítalska prímadonnan eins og ég kalla hana. Litla prinsessan er 2ja ára í dag en ég setti mjög væminn póst á Instagram síðu mína um Emmu litlu, hún er nefnilega alveg ótrúleg og hefur gengið í gegnum ýmislegt sem flestir hundar munu aldrei þurfa að ganga í gegnum. Það er vægast sagt ótrúlegt hvað svona lítil kríli geta gert fyrir mann en hún hefur m.a. hjálpað mér mikið með kvíðann minn, veitt mér stuðning án þess að reyna og elskað mig skilyrðislaust – æ hundaeigendur þið skiljið hvað ég á við .. Mér finnst Emma eiga það skilið að fá færslu hér á Trendnet í tilefni dagsins, hún er stór hluti af lífi mínu og skiptir mig miklu máli – og hefur gert alveg frá því að ég gerði mér ferð fyrir rúmum tveimur árum í ítalska sveit til þess að skoða hana aðeins 10 daga gamla, það var ekki aftur snúið. Emma varð að verða mín enda fór ég rakleiðis í dýrabúð og keypti allskyns dót fyrir hana, sem beið hennar í 2 mánuði.

Myndina tók Helgi Ómars þegar hann kíkti í kaffi til okkar Emmu

Þið getið séð Instagram póstinn hér.
Emma mun fá bein í tilefni dagsins og mikið af knúsum frá sínum nánustu.

Eigið góða helgi,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HVERNIG ÉG NOTA THE ORDINARY VÖRURNAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  23. October 2020

  Til hamingju með elsku Emmu ykkar <3

 2. AndreA

  27. October 2020

  Hversu dásamleg <3
  Til hamingju með hana
  Dey hvað hún er sæt