fbpx

OUTFIT Í PARIS

FRANCEOUTFIT

Bonsoir frá Paris!
Ég er að heimsækja þessa yndisfögru borg í fyrsta skipti og er ég yfir mig ástfangin. Franski kúltúrinn, arkitekturinn og auðvitað tískan heillar ! Ég hlakka mikið til að eyða næstu dögum hér. Að þessu sinni ætla ég að deila því með ykkur sem ég klæddist í dag, ég fékk margar spurningar út í kjólinn sem ég klæddist en hann keypti ég fyrir brúðkaup í mars. Mér fannst því tilvalið að taka hann með til Parísar og dressa hann niður með strigaskóm.

Hér koma myndir frá því í dag –
Kjóll : ROTATE
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango
Skór : Yeezy 700

Ég á alltof marga kjóla sem ég hef keypt fyrir fín tilefni og einungis notaðir einu sinni, svo hanga þeir á fataslánni heima þangað til að ég gef þá frá mér eða sel þá. Ég þarf að vera mikið duglegri að nota þessa kjóla mína og dressa þá niður með strigaskóm og hversdags jakka, það kemur alltaf vel út.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en ég mun svo koma til með að deila með ykkur færslu sem mun innihalda helling af fallegum myndum frá Paris!

Au revoir,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MEÐFERÐ SEM EYKUR LJÓMA HÚÐARINNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    16. September 2019

    flottust!