fbpx

MEÐFERÐ SEM EYKUR LJÓMA HÚÐARINNAR

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Snyrtistofuna Ágústa,

Mér var boðið í þvílíkan lúxus þegar ég var á Íslandi í ágúst á Snyrtistofuna Ágústa. Þar fór ég í fótameðferð og ávaxtasýrumeðferð, þetta voru yndislegir klukkutímar sem voru vel þegnir í hinu daglegu amstri.
Mig langar að fjalla aðeins um ávaxtasýrumeðferðina, eins og hefur varla farið framhjá neinum þá er byrjað að hausta og þar að leiðandi byrjað að kólna. Það er aldrei hægt að hugsa of vel um húðina sína og á maður að tileinka sér það á hverjum degi, sérstaklega í kólnandi veðri. Húðin er okkar stærsta líffæri og ættum við því að huga að henni vel.

Meðferðin hófst á yfirborðshreinsun með hreinsimjólk og andlitsvatni. Síðan er komið að djúphreinsuninni sem er gerð með ávaxtasýrum. Þeirra helsti eiginleiki er að losa um dauðar húðfrumur sem verður til þess að aukning verður á heilbrigðri frumustarfsemi í húðinni. Því næst var andlitið nuddað með kremi sem jafnar sýrustig húðarinnar. Svo voru axlirnar, andlitið og höfuðið nuddað, á þessum tímapunkti var ég komin í algjöran draumaheim – vá hvað ég gæti vanist þessum lúxus. Í seinasta skrefinu var rakamaski settur á en eins og nafnið gefur til kynna gefur hann frá sér mikinn raka og róar húðina. Meðferðin jafnar húðlit, vinnur á hrukkum og gefur heilbrigðan og fallegan ljóma.


Hér fyrir neðan er myndband af meðferðinni sem ég tók upp á meðan meðferðinni stóð.

Ég var svo sannarlega ánægð eftir meðferðina og húðin mín ekki síður. Ég gekk út brosandi og svo sannarlega ljómandi!
Sjálf fór ég bara einu sinni í meðferðina en mælt er með að koma nokkrum sinnum, ég get rétt ímyndað mér hversu ljómandi og falleg húðin yrði þá!

Mig langar að nýta tækifærið og tilkynna ykkur gleðifréttir. Snyrtistofan Ágústa er með tilboð í september á ávaxtasýrumeðferðinni, 20% afsláttur af þremur skiptum. Lesið betur um það hér !

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

DAGSFERÐ TIL FENEYJA

Skrifa Innlegg