fbpx

DAGSFERÐ TIL FENEYJA

Lífið

Eitt af því sem ég elska við að búa hér á meginlandinu er hversu þægilegt það er að ferðast. Á Ítalíu eru fjölmargir fallegir staðir og hef ég ekki heimsótt helminginn af þeim! Því var ég ansi glöð þegar mér var boðið að fljóta með til Feneyja með einum af mínum besta vin og góðum vinum hans sem voru á leið til Króatíu frá Milano. Ég lifi fyrir svona skyndiákvarðanir og oftar en ekki eru það einmitt þær ákvarðanir sem skilja eftir sig skemmtilegar minningar.
Við keyrðum til Feneyja og vorum komin rétt eftir hádegi. Við fengum frábært veður í Feneyjum, sól og heiðskýrt, það er varla hægt að biðja um meir. Ég tók Emmu mína að sjálfsögðu með, hún er svo meðfærileg að það er yndislegt. Það er ekkert mál að ferðast með hana hvort sem það er í bíl, lest eða flugvél – algjör draumur.

Ég tók ekki jafn margar myndir og ég hefði viljað en stundum er það líka bara jákvætt!
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli –

Pils : & Other Stories
Bolur : Victoria, Victoria Beckham
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango

Þetta var frábær dagur í alla staði. Við Emma tókum svo kvöldlestina aftur til Milano og vorum komnar heim rétt fyrir miðnætti. Þvílíkt þægilegur og skemmtilegur ferðamáti. Annars er margt á döfinni hjá mér en ég er m.a. að fara til Parísar næsta föstudag til þess að vinna að smá leyniverkefni – ég hlakka til að deila því með ykkur !

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

HVAÐA LITI MUNUM VIÐ SJÁ Í HAUST?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1