fbpx

HVAÐA LITI MUNUM VIÐ SJÁ Í HAUST?

HAUSTTÍSKA

Jæja þá er mín uppáhalds árstíð að hefjast, haustið. Að mínu mati eru haustlitirnir þeir lang fallegustu og alltaf jafn klæðilegir.
Samkvæmt því sem var sýnt á tískupöllunum á fashion week fyrir haust / vetur 19-20 eru djarfir og sterkir litir ansi áberandi fyrir komandi árstíð. Við sjáum að sjálfsögðu brúna, gráa og kremaða liti en einnig svokallaða ríka ‘statement’ liti. Þrátt fyrir að litirnir séu margir ansi djarfir þá eiga þeir það allir sameiginlegt að vera auðveldir til samsetningar við þessa típísku haustliti, úr því verður til gott samræmi.

Verum tilbúin til þess að klæða okkur í djarfa en fágaða liti og tökum vel á móti haustinu!
Hér fyrir neðan má sjá helstu litina sem við eigum von á –


Liturinn sem ég er spenntust yfir er græni liturinn Eden en ég er nú þegar byrjuð að leita af fallegri yfirhöfn í þessum lit.
Ég læt ykkur vita ef ég verð svo heppin að finna flíkina sem mig dreymir um!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

HAUSTIÐ HJÁ ISABEL MARANT // MARANT POWER

Skrifa Innlegg