fbpx

Á ÓSKALISTANUM FYRIR HAUSTIÐ

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Ég er búin að vera í dágóðan tíma að setja saman óskalista fyrir sjálfa mig en eins og er get ég varla hugsað um neitt annað en barnaföt, dót og húsgögn fyrir litla prinsinn. Ég hugsa að það sé eðlilegt en það mætti segja að ég sé komin í hreiðurgerðar-gírinn! En að óskalistanum mínum .. það er vissulega alltaf eitthvað sem mig langar í en breytist það eftir árstíðum. Það hefur varla farið framhjá neinum en það er svo sannarlega byrjað að hausta og svo er ég ólétt í þokkabót – því samanstendur óskalistinn af klæðnaði og fylgihlutum sem er með þægindi í fyrirrúmi.

 

Taska frá Denise Roobol, fæst í Vera Store hér. Töskurnar frá Denise Roobol eru gerðar úr vegan leðri! Þessi týpa er stór og vegleg og er því fullkomin fyrir haustið.

Meðgöngugallabuxur frá H&M. Ég á eitt par fyrir og þetta eru þægilegustu gallabuxur í heimi! Þær eru bæði mjúkar og teygjanlegar. Væri til í annað par þar sem ég er nú þegar búin að ofnota mínar ..

Kerti frá Diptyque, fæst t.d. hér. Haust er árstíð kerta og kósýheita, gott kerti er því alltaf á óskalistanum.

Vetrarboots frá Filling Pieces. Ég kolféll fyrir þessum um leið og Húrra Reykjavík deildi mynd af þeim. Þessir eru efst á óskalistanum fyrir haustið og veturinn. Ég held að þeir myndu koma sér ansi vel í gönguferðir næsta vetur, þegar ég ýti kerru á undan mér .. 🥰 Þessi fallegu boots fást í Húrra Reykjavík.

Derhúfa frá Ganni, fæst í GK. Svört, basic og passar við allt!

Bundin peysa frá Only. Ég veit að ég myndi nota þessa eða álíka peysu mikið við meðgöngugallabuxur og kjóla, einnig held ég að hún myndi koma sér vel í brjóstagjöfinni.

Esja frá 66° Norður. Fullkomin regnkápa fyrir haustið okkar hér á Íslandi. Ég á þunna regnkápu sem var mikið notuð á útihátíðum fyrir mörgum árum síðan, núna er aftur á móti kominn tími á nýja!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

STUÐNINGSBUXURNAR SEM ERU AÐ BJARGA MÉR Á MEÐGÖNGUNNI

Skrifa Innlegg