fbpx

Á ÓSKALISTANUM FYRIR HANN

Á ÓSKALISTANUMHREIÐURGERÐ

Ég var svo heppin að fá babyshower um helgina en mínar bestu konur komu saman heima hjá mömmu minni og við eyddum dásamlegu síðdegi saman. Við litli snúður fengum m.a. Nomi barnastólinn að gjöf en hann var efst á óskalistanum. Núna er því allt að smella, rúmið er komið upp, bílstóllinn og vagninn tilbúinn og ég er aðeins byrjuð að setja þvott í vél ásamt því að huga að spítalatöskunni. Ég er ekki sett fyrr en 25. janúar en ég ákvað snemma að vera tilbúin með töskuna helst mánuði fyrir settan dag, kvíðapésinn í mér róast niður við gott skipulag. Það er lítið eftir á listanum af hlutum sem við þurfum að kaupa, aðallega smáhlutir og það sem er ekki jafn nauðsynlegt að eignast strax. Ég ætla samt sem áður að deila með ykkur því helsta sem er á óskalistanum fyrir prinsinn okkar. Ég er búin að taka út það sem við erum búin að eignast og það sem ég veit að við munum eignast um jólin.

1. Hreiður frá Liewood. Fæst m.a. í Dimm og á Boozt.
2. Blautþurrkubox frá Ubbi. Fæst í Móðurást.
3. Skipulagsvasi frá merkinu Main Sauvage. Fæst í Valhnetu.
4. Ullarskór frá Joha. Fást í Petit.
5. Ullargalli frá Joha. Fæst í Petit.
6. Náttljós frá Liewood. Fæst í Petit og Dimm.
7. Ferðaskiptidýna frá Main Sauvage. Fæst í Valhnetu.
8. Vagga og vöggustandur, fæst í Petit.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HÚÐIN MÍN EFTIR 30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ CHITOCARE BEAUTY

Skrifa Innlegg